Tæknifrjóvgun

Þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 23:42:58 (6064)

1996-05-14 23:42:58# 120. lþ. 137.5 fundur 154. mál: #A tæknifrjóvgun# frv. 55/1996, Frsm. 1. minni hluta GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur

[23:42]

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Guðný Guðbjörnsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það má vera að hv. þm. treysti ráðherrum til þess að setja reglur sem eru viðunandi að þessu leyti. En ég tel að fyrra afbrigðið af tillögunni hafi verið skýrara. Þegar þessi tillaga kemur til atkvæðagreiðslu mun ég greiða henni atkvæði mitt ef engir meinbugir koma upp í millitíðinni. Minn skilningur mun þá verða sá sem er í þessari fyrri tillögu að nafnleynd gildir um gjafa, sbr. 3. mgr., en upplýsingar um hann skulu samt skráðar og varðveittar samkvæmt reglum sem ráðherra setur, þ.e. ég tel að það væri langákjósanlegasta fyrirkomulagið að hvorki gjafi né þiggjandi fengju að vita hver gjafinn er fyrr en við 18 ára aldur. Það væri skilningur sem ég mundi sætta mig við, en mér fyndist mun erfiðara að rökstyðja annað fyrirkomulag uppeldislega séð.