Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 14:57:19 (6099)

1996-05-15 14:57:19# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[14:57]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Þessi grein fjallar um tímabundna skipun embættismanna. Með þessari grein og 41. gr. er í reynd afnumin svokölluð æviráðning sem hefur verið við lýði víða í ríkiskerfinu. Þetta hefur hins vegar verið samningsmál í fjölmörgum tilfellum. Með útfærslunni í þessari grein og öðrum eru fjölmargar stéttir sviptar samnings- og verkfallsrétti án þess að talað sé við þær á réttum vettvangi. Þetta eru óhæf vinnubrögð að mínu mati. Ég segi nei.