Grunnskóli

Þriðjudaginn 28. maí 1996, kl. 23:22:23 (6698)

1996-05-28 23:22:23# 120. lþ. 150.12 fundur 501. mál: #A grunnskóli# (yfirfærsla til sveitarfélaga) frv. 77/1996, GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 150. fundur

[23:22]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta andsvar hv. formanns menntmn. kemur mér verulega á óvart þar sem farið var vandlega í saumana á því í menntmn. hvaða annmarkar fylgdu því að starfsmenn sérskólanna yrðu starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reyndar var ekkert rætt sérstaklega um þriðja stjórnsýslustigið en reynt var að andmæla því að um það væri að ræða hér. Þess vegna vil ég spyrja hv. formann: Hverra starfsmenn verða starfsmenn sérskólanna núna á næstunni ef þeir verða ekki starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga?