1995-12-21 02:16:18# 120. lþ. 73.5 fundur 215. mál: #A húsnæðisstofnun ríkisins# (lánstími húsbréfa o.fl.) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur


[26:16]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ágætt að fá kveðskap hjá hæstv. ráðherra svona á miðri nóttu til að hressa upp á mannskapinn. Ég hef nú heyrt vísurnar betri frá hæstv. ráðherra enda er honum órótt. Þegar mönnum er órótt og þeim líður illa geta þeir aldrei kveðið vel. Þetta sýndi náttúrlega að ráðherrann greip bara til þess að reyna að setja niður vísu sem mér fannst ekki merkileg. Hann hafði ekkert við það að athuga sem ég sagði. Ég þakka ráðherranum aftur fyrir hvað hann er ánægður með þá húsnæðisstefnu sem hefur verið í gildi á undanförnum árum.