Evrópuráðsþingið 1996

Fimmtudaginn 06. febrúar 1997, kl. 12:45:10 (3169)

1997-02-06 12:45:10# 121. lþ. 64.6 fundur 289. mál: #A Evrópuráðsþingið 1996# skýrsl, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur

[12:45]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Láru Margréti Ragnarsdóttur fyrir ágæta skýrslu. Nú er það svo að öll þjóðþingin sem eiga aðild að Evrópuráðsþinginu eiga jafnframt aðild að ÖSE-þinginu. Mörg verkefni Evrópuþingsins eru þau sömu eða svipuð og ÖSE-þingsins. Nægir þar að nefna kosningaeftirlit og mannréttindagæslu. Því hef ég eina spurningu til hv. þm.: Telur hv. þm. ekki eðlilegt að Evrópuráðsþingið og ÖSE-þingið skipti með sér verkum til að koma í veg fyrir tvíverknað, ómarkviss vinnubrögð og meiri kostnað?