Túlkaþjónusta fyrir heyrnarlausa utan sjúkrahúsa

Mánudaginn 03. mars 1997, kl. 15:23:56 (4092)

1997-03-03 15:23:56# 121. lþ. 82.1 fundur 220#B túlkaþjónusta fyrir heyrnarlausa utan sjúkrahúsa# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur

[15:23]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir það. Ég heyri að hann vill taka á þessu máli. Auðvitað tek ég undir með ráðherranum að Framkvæmdasjóður fatlaðra er náttúrlega ætlaður til framkvæmda en úr honum hafa komið peningar til þess að sinna þessari þjónustu. En ég fagna því að hæstv. ráðherra ætlar að taka á þessu máli. Þetta einstaka dæmi sem ég nefndi er ekki eina málið, það eru fleiri mál þar sem heyrnarlausir eru í vanda vegna þess að fjárveiting til þjónustunnar er upp urin. Ég vil þess vegna fagna því að hæstv. ráðherra ætlar að taka á þessu máli. Án hennar geta heyrnarlausir ekki nýtt sér heilbrigðisþjónustu.