Meðferð sjávarafurða

Miðvikudaginn 02. apríl 1997, kl. 15:42:01 (4900)

1997-04-02 15:42:01# 121. lþ. 97.11 fundur 476. mál: #A meðferð sjávarafurða# (innflutningur, landamærastöðvar) frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur

[15:42]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill, vegna orða hv. þm. taka fram að hann tók aðeins of mikið upp í sig þegar hann sagði að sjútvn. í heild væri fjarverandi. Það er einn nefndarmaður í sjútvn. staddur í húsinu þótt hann sé ekki hér í salnum. Forseti skilur þessa gagnrýni og færi betur að nefndarmenn yfirleitt væru viðstaddir 1. umr. þingmála. Því miður vill oft verða misbrestur á því.

Eins og forseti tók fram þá mun hann ekki ljúka umræðunni um þetta mál. En til að gefa aðeins frekari skýringar þá var verið að raða hér á dagskrána málum, sérstaklega málum þriggja ráðherra, í þessari viku og það var ekki hægt að koma því öðruvísi við en með þessum hætti, að dóms- og sjútvrh. gæti haft þennan dag til að mæla fyrir sínum málum. En forseti ítrekar að umræðu verður haldið áfram um þessi mál í fyrramálið.