Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:11:30 (5805)

1997-05-05 16:11:30# 121. lþ. 116.2 fundur 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:11]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þessi brtt. er að stofni til ákvæði úr frv. sem þingflokkur Alþb. og óháðra hefur flutt og er í meðförum þingsins og varðar áhættu- og nýsköpunarlánasjóð. Hér er gert ráð fyrir öðruvísi stjórnunarfyrirkomulagi á sjóðnum en í stjfrv. En það sem 4. gr. frv. að óbreyttu felur í sér, því miður, er satt best að segja meingallað fyrirkomulag og hálfgerð forneskja. Þar er á ferðinni gamaldags atvinnuvegahólfun hvað varðar tilnefningnar til stjórnar sjóðsins og ekki gætt eðlilegra faglegra sjónarmiða eða tryggt sjálfstæði sjóðstjórnarinnar hvað varðar hagsmuni einstakra atvinnugreina, enda er eitt megingagnrýnisatriði okkar á þetta frv. þessi gallaða skipan stjórnarinnar samkvæmt 4. gr.

Brtt. felur í sér að í stað 4. gr. frv. komi ný grein þar sem tilnefnt er til stjórnarinnar eins og við teljum eðlilegt.