Almenningsbókasöfn

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 17:31:12 (5839)

1997-05-05 17:31:12# 121. lþ. 116.5 fundur 238. mál: #A almenningsbókasöfn# (heildarlög) frv., SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[17:31]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Í 8. gr. eru ákvæði um menntun starfsfólks almenningsbókasafna og þar á meðal er kveðið á að forstöðumaður almenningsbókasafns skuli ef þess er kostur hafa lokið prófi í bókasafns- og upplýsingafræði eða jafngildu námi. Ég hef ástæðu til að hafa áhyggjur af orðalaginu ,,eða jafngildu námi`` og tel að þetta opni greinina um of. Það hefur viljað brenna við að reynt hefur verið að ráða fólk sem ekki hefur tilskilda menntun til þessara starfa. Ég hefði talið samningu og samþykkt þessa frv. kjörið tækifæri til að girða fyrir að það væri hægt að gera til frambúðar.