Almenningsbókasöfn

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 17:32:07 (5840)

1997-05-05 17:32:07# 121. lþ. 116.5 fundur 238. mál: #A almenningsbókasöfn# (heildarlög) frv., GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[17:32]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Við kvennalistakonur munum sitja hjá við þessa grein af sömu ástæðum og hv. talsmaður Alþb. nefndi. Við teljum mjög mikilvægt að forstöðumenn bókasafna verði með próf í bókasafns- og upplýsingafræði. Það er reyndar hægt að víkja frá því með því orðalagi sem þarna er ,,ef þess er kostur``, en að segja síðan ,,eða jafngildu námi`` býður ákveðinni hættu heim og þess vegna munum við sitja hjá við þessa grein.

Menntun bókasafns- og upplýsingafræðinga hefur reynst skipta miklu máli fyrir þessi söfn. Hér er um mjög mikilvægar menningarstofnanir að ræða og því skiptir öllu máli að þarna sé vel að verki staðið.