Búnaðargjald

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 16:18:16 (6647)

1997-05-15 16:18:16# 121. lþ. 127.5 fundur 478. mál: #A búnaðargjald# (heildarlög) frv., LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[16:18]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Sú tillaga sem verið er að fjalla um hér varðar það að sá hluti búnaðargjalds sem á að renna til Framleiðsluráðs falli brott og gjaldið lækki sem því nemur. Framleiðsluráð á um það bil 210 millj. kr. í sjóðum. Hér er um það að ræða að búnaðargjald lækki um 10 þús. kr. á bónda. Framleiðsluráð hefur safnað upp sjóðum og á 210 eða 220 millj. kr. í sjóðum. Það er eðlilegt að sá hluti búnaðargjaldsins sem á að renna til Framleiðslusjóðsins falli brott. Þessi tillaga snýst um að lækka álögur á bændur sem nemur 10 þús. kr. En það má sjá það hér á töflunni að sjálfskipaðir talsmenn bænda sjá ekki ástæðu til að lækka gjaldið sem þessu nemur. Ég segi að sjálfsögðu já.