Vinnumarkaðsaðgerðir

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 15:23:33 (1538)

1996-11-21 15:23:33# 121. lþ. 30.3 fundur 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[15:23]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það var sátt í nefndinni um þetta frv. jafnvel þó að ljóst væri að ekki væri sátt um hitt frv.

Það hefur ekki bara verið talað niður til atvinnulausra í þessum umræðum. Hv. gagnrýnendur frv. hafa sumir talað niður til okkar landsbyggðarmanna. Það er eins og heimsendir sé við Elliðaárnar.

Það eru ekki allir að svindla sem betur fer. Hins vegar er eitthvað til um að menn hafi misnotað þetta kerfi.

Hv. þm. spurði um sveitarfélögin og þátttöku þeirra í vinnumiðlununum. Ég hafði bara ekki tíma til að svara því ég var ekki kominn það langt í ræðu minni áðan. Stjórn Vinnumálastofnunar er með þátttöku frá sveitarfélögunum og í stjórn hverrar svæðisvinnumiðlunar eru tveir fulltrúar frá sveitarfélögum.

Varðandi það hversu margar væru í hverju kjördæmi þá segir í greinargerð, a.m.k. í hverju kjördæmi, og það skil ég svo að það sé opinn möguleiki fyrir því að hafa fleiri en eina svæðisvinnumiðlun í einstökum kjördæmum.