Landsvirkjun

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 19:09:22 (1593)

1996-11-21 19:09:22# 121. lþ. 30.4 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[19:09]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Hvað þetta varðar þá er það auðvitað svo að það er eftirspurnin eftir raforkunni sem hlýtur að ráða því hvaða heimildir verða veittar til þess að virkja og fara af stað með ný fyrirtæki eða stækka þau fyrirtæki sem fyrir eru og heimildir þeirra til þess að vinna orku. Landsvirkjun hefur þennan rétt í dag. Önnur fyrirtæki hafa fengið rétt líka í þessum efnum. Það gæti sjálfsagt orðið vandamál þegar kemur að því að velja hvaða leið á að fara þegar þessum takmörkuðu réttindum verður úthlutað. Það er eitt af því sem menn þurfa að taka hér til umræðu í tengslum við skipulagsbreytingar í orkumálunum hvaða aðferðir verði notaðar við úthlutun á þessum takmörkuðu gæðum sem þarna verða til skipta.