Landsvirkjun

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 19:10:24 (1594)

1996-11-21 19:10:24# 121. lþ. 30.4 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[19:10]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Það er vissulega rétt að eftirspurnin ræður hér miklu ef ekki mestu en nú er staðan hins vegar sú að Landsvirkjun á í erfiðleikum með að sjá hugsanlegum notendum fyrir þeirri raforku sem þeir þurfa á þeim tíma sem þeir þurfa að fá hana. Þess vegna ítrekaði ég að þeim aðilum sem ég nefndi áðan verði gert kleift að taka þátt í því að leysa þann vanda sem þannig hugsanlega skapast.