Umræða um húsnæðismál

Föstudaginn 06. mars 1998, kl. 11:44:39 (4425)

1998-03-06 11:44:39# 122. lþ. 81.93 fundur 250#B umræða um húsnæðismál# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 122. lþ.

[11:44]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti mun kanna hvort hæstv. fjmrh. getur verið hér á fundi í dag, en ítrekar að það frv. er ekki á dagskrá. Vel má vera að skynsamlegt hefði verið að ræða þessi mál öll í samhengi. Forseti kannaði það mjög óformlega, tekur það fram, mjög óformlega hvort samkomulag gæti orðið um að taka dagskrármálin tvö fyrir saman en forseta sýndist að um það yrði ekki samkomulag. Eins og hv. þingmenn vita er ekki hægt að gera slíkt ef athugasemdir komi við slík tilmæli.