Umferðarlög

Þriðjudaginn 24. mars 1998, kl. 15:38:24 (5085)

1998-03-24 15:38:24# 122. lþ. 93.13 fundur 443. mál: #A umferðarlög# (öndunarsýni) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 122. lþ.

[15:38]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Varðandi það mál sem hefur verið til umræðu lít ég svo á sem fulltrúi í allshn. að það sé í vinnslu í ráðuneytinu og eigi eftir að koma inn í allshn. til afgreiðslu hvort lækka eigi leyfilegt áfengismagn í blóði við akstur á bifreiðum. Ég lít ekki svo á að allshn. eða fulltrúar allshn. hér inni séu að hafna einhverri umræðu varðandi þetta sérstaka mál.

Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir vissi ósköp vel um það að þetta mál var í umræðu og í vinnslu og ég get ekki ímyndað mér að það sé neitt vandamál að leyfa því að skoðast.

Ég vil svo mótmæla því að það sé vegna þess að allshn. vilji ekki taka slíkt mál til vinnslu heldur vil ég lýsa því yfir að störfum í allshn. hefur verið haldið í heljargreipum stjórnarandstöðunnar á undanförnum vikum sem hefur neitað að taka mál fyrir, hefur hafnað því að halda aukafundi, sem eru taldir nauðsynlegir, og það vita allir sem vinna í nefndastörfum að langflest mál þingsins eru í allshn. og bíða afgreiðslu. Stjórnarandstaðan hefur samt getað leyft sér að fara í sérstakar vinnuferðir austur fyrir fjall með efh.- og viðskn. og látið það vera gott og gilt en ekki unnið sérstaklega aukafundi fyrir allshn.