Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 04. júní 1998, kl. 15:13:43 (7484)

1998-06-04 15:13:43# 122. lþ. 144.12 fundur 553. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall fyrirtækja, arðgreiðslur o.fl.) frv. 95/1998, VS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur, 122. lþ.

[15:13]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Það er í mínum huga ákaflega mikilvægt að stjórnvöld skapi atvinnulífinu þann starfsramma að það geti þróast eðlilega hátt og staðist samanburð við önnur lönd sem við berum okkur saman við. Eins og málum er háttað hér á landi í dag eru skattar sem atvinnulífið greiðir í sameiginlega sjóði með því lægsta sem þekkist þegar tekið er tillit til alls. Ég nefni þar lága launaskatta og svonefnda verðbreytingafærslu í því sambandi.

Með því að lækka skattprósentuna í 30%, eins og lagt er til í þessu frv., er fyrst og fremst verið að taka tillit til og rétta af þær breytingar sem frv. að öðru leyti hefur í för með sér, verði það samþykkt.