Dagskrá fundarins

Föstudaginn 05. júní 1998, kl. 16:34:42 (7640)

1998-06-05 16:34:42# 122. lþ. 147.92 fundur 464#B dagskrá fundarins# (aths. um störf þingsins), KÁ
[prenta uppsett í dálka] 147. fundur, 122. lþ.

[16:34]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir að ég harma að fá ekki að ræða þetta mál því að það er hneisa. Þessi tillaga er hrein og klár hneisa. Ég hef aldrei lesið umsagnir um mál þar sem staðreyndir og upplýsingar eru reknar jafnskýrt ofan í tillöguhöfunda. Ég bendi á að umhvrn. segir í umsögn sinni, með leyfi forseta:

,,Að vandlega skoðuðu máli telur ráðuneytið ekki tímabært að Alþingi samþykki ályktun um að fela umhverfisráðherra að heimila tímabundnar tilraunaveiðar á ref og mink í friðlandinu á Hornströndum.``

Ráðuneytið leggst gegn þessu, ýmsir náttúruverndaraðilar sem tilheyra stjórnkerfinu og fjölmargir aðrir leggjast gegn þessu en það eru reyndar þeir aðilar sem búa nær sem mæla með tillögunni. Sannarlega hefði verið mikil þörf á því að ræða þetta vegna þess hvernig þetta mál er tilkomið og þennan furðulega málatilbúnað sem þingmenn hafa hér frammi. En því miður gefst ekki tími til þess.