Ferill 429. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1554 – 429. mál.



Skýrsla



heilbrigðisráðherra um tíðni og eðli barnaslysa tímabilið 1990–96, samkvæmt beiðni.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



    Með beiðni (á þskj. 754) frá Össuri Skarphéðinssyni og fleiri alþingismönnum er þess ósk að að heilbrigðisráðherra flytji Alþingi skýrslu um tíðni og eðli barnaslysa tímabilið 1990–96. Beiðnin hefur dregið fram þann vanda sem því fylgir að hafa ekki samræmda skráningu slysa hér á landi. Sækja þarf upplýsingar til nokkurra aðila sem hafa séð um slíka skráningu. Þar sem ekki er um samræmt skráningarform að ræða á umbeðnu tímabili er erfitt fá fram þær upplýsingar sem um er beðið.
    Slysavarnaráði ber að samræma skráningu á slysum og vera eftirlitsaðili samkvæmt lögum um ráðið. Ráðinu hefur ekki auðnast að hrinda samræmdri tölvuskráningu í framkvæmd, en slíkt er í burðarliðnum eins og getið er um hér á eftir. Hins vegar er rétt að nefna að það að eiga landsnefnd eins og slysavarnaráð, sem leitast við að hafa heildarsýn yfir slys, er mjög skynsamlegt, og er Ísland í fararbroddi í Evrópu að þessu leyti. Evrópudeild Alþjóðaheil brigðismálastofnunarinnar hefur hvatt aðildarríkin til að koma slíkri nefnd á laggirnar, en það hefur ekki verið gert enn sem komið er nema á Íslandi og í Noregi.
    Slysaskráning hófst á Sjúkrahúsi Reykjavíkur árið 1968. Á síðasta ári var tekið þar upp norrænt tölvuskráningarkerfi við flokkun slysa, NOMESKO-kerfið. Tölvuskráning á heilsu gæslustöðvum hófst árið 1976. Ýmis tölvuskráningarkerfi hafa verið þróuð og notuð síðan. Nýjasta forritið heitir SAGA, en það er sjúkraskrárkerfi fyrir tölvur, þróað af Gagnalind hf. fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Þetta kerfi hefur þegar verið tekið í notkun á nokkrum heilsugæslustöðvum og er ætlunin að taka það upp alls staðar á landinu á næstu ár um. SAGA gefur möguleika á að skrá slys samkvæmt NOMESKO-kerfinu. Aukin nákvæmni í slysaskráningu sem norræna flokkunarkerfið býður upp á mun á næstu árum gefa möguleika á markvissum aðgerðum til að fyrirbyggja slys á grundvelli ítarlegra upplýsinga.
    Hér á eftir verður leitast við að svara þeim spurningum sem koma fram í beiðninni. Af ástæðum sem skýrt hefur verið frá hér að framan er ekki unnt að svara þeim öllum. Upplýsing arnar eru aðallega fengnar frá slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Slysadeildin þjónar fólki mun víðar að en úr Reykjavík. Þjónustusvæðið er hins vegar ekki nákvæmlega skilgreint, og þar með ekki íbúafjöldi þess. Því eru hér á eftir einungis gefnar upp heildartölur um slys sem annast var um á slysadeildinni, en ekki reiknaðar út tíðnitölur, þ.e. árlegur fjöldi slysa miðað við fjölda íbúa. Upplýsingar frá Umferðarráði, Slysavarnafélagi Íslands og Hagstofu Íslands koma einnig fram í svörunum hér á eftir. Starfsmaður slysavarnaráðs vann að samantekt upplýsinganna.

1. Heimaslys .
     1.      Hver var árleg tíðni heimaslysa hjá 0–4 ára, 5–9 ára, 10–14 ára og 15–18 ára börnum á tímabilinu? Hvernig er skiptingin eftir kynjum
       a.      í heild,
       b.      innan aldursbila?
    Tímabilið 1990–96 komu 22.153 börn (12.422 drengir (56%) og 9.731 stúlkur (44%)) á aldrinum 0–18 ára á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna slysa í heimahúsum.

     2.      Hvernig skiptast þau samtals eftir slysaflokkum (t.d. brunaslys, köfnunarslys, klemmuslys, augnáverkar, höfuðhögg, eitranir, önnur slys)? Óskað er eftir að einnig verði til greind skipting fyrir sérhvern aldursflokkanna.
    Orsakir slysanna voru sem hér segir, fjöldi slasaðra 1990–96 í sviga: Högg af hlut eða árekstur við hlut (5.593), fall (4.611), hrösun á jafnsléttu (3.727), slasaði klemmdist (1.804), vélar, rafmagn flísar (1.610), aðrir aðskotahlutir (1.200), bruni (af hita eða kulda) (945), áverki frá öðrum (ofbeldi) (757), óskilgreind orsök (737), aðskotahlutir í auga (408), slys af völdum dýra (240), lyfja- eða efnaeitranir (193), íþróttaslys (86), ekki slys (64), sjálfsáverki (viljandi) (62), umferðarslys (55), mein af læknisaðgerð (18), rafmagn (15), geislun (á augu eða húð) (10), drukknun, köfnun (3) og skotvopn (2).

     3.      Hvar verða slysin helst innan heimilisins?
    Ekki kemur fram við skráningu hvar innan heimilisins slysin urðu.

     4.      Hversu mörg barnanna þurfti að leggja inn á sjúkrahús vegna heimaslysa og hve lengi samtals?
    Skráning legudaga barna sem slasast er ekki fyrir hendi.

     5.      Hve mörg þeirra eru talin hafa hlotið varanleg meiðsl eða örkuml?
    Upplýsingar um fjölda barna sem hljóta varanleg meiðsl eða örkuml eru ekki fyrir hendi.

     6.      Hvernig er tíðni heimaslysa íslenskra barna á fyrrgreindum aldursbilum og eftir kynjum í samanburði við aðrar þjóðir á Norðurlöndum, t.d. Norðmenn eða Svía?
    Ekki er unnt að bera saman tíðni heimaslysa íslenskra barna við aðrar þjóðir á Norðurlönd um af eftirfarandi ástæðum: Skráningu slysa, annarra en banaslysa, er ábótavant á Norður löndunum enda þótt hún sé með því besta sem gerist í heiminum. Erfitt er að bera saman þær upplýsingar til eru. Í Danmörku og Finnlandi eru fyrir hendi upplýsingar sem byggðar eru á skráningu slysa. Í Noregi hefur verið komið á fót skráningu sem nær til u.þ.b. 10% þeirra sem lagðir eru inn á sjúkrahús vegna slysa. Ísland og Svíþjóð hafa ekki samsvarandi upplýsingar aðgengilegar.

     7.      Í umsjón hvers voru þau börn sem slösuðust á aldrinum 0–4 ára?
    Skráning um eftirlitsaðila barna sem slasast er ekki fyrir hendi.

     8.      Hve mörg börn slösuðust í vörslu dagmæðra? Hvers konar áverka hlutu þau og hversu alvarlegir voru þeir?
    Upplýsingar um börn sem slösuðust í vörslu dagmæðra eru ekki fyrir hendi.

2. Skólaslys .
     1.      Hver var árleg tíðni skólaslysa hjá 0–4 ára börnum (leikskólar), 5–9 ára, 10–14 ára og 15–18 ára á tímabilinu? Hvernig er skiptingin eftir kynjum
       a.      í heild,
       b.      innan aldursbila?
    Tímabilið 1990–96 komu 10.139 börn (5.771 drengir (57%) og 4.368 stúlkur (43%)) á aldrinum 0–18 ára á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna slysa í skólum og/eða dagvist un.

     2.      Hvernig skiptast þau samtals eftir slysaflokkum? Óskað er eftir að einnig verði tilgreind skipting fyrir sérhvern aldursflokkanna.
    Orsakir slysanna voru sem hér segir, fjöldi slasaðra 1990–96 í sviga: Hrösun á jafnsléttu (2.382), högg af hlut eða árekstur við hlut (2.252), fall (1.854), íþróttaslys (1.267), áverki frá öðrum (ofbeldi) (715), slasaði klemmdist (542), vélar, rafmagn, flísar (252), óskilgreind orsök (226), aðrir aðskotahlutir (151), aðskotahlutir í auga (137), umferðarslys (44), bruni (af hita eða kulda) (34), ekki slys (22), lyfja- eða efnaeitranir (15), slys af völdum dýra (12), mein af læknisaðgerð (2), drukknun, köfnun (2), skotvopn (2) og geislun (á augu eða húð) (1).

     3.      Hvar verða slysin helst á vettvangi skólans?
    Ekki kemur fram í skráningu hvar á vettvangi skólans slysin urðu.

     4.      Hversu mörg barnanna þurfti að leggja inn á sjúkrahús vegna skólaslysa og hve lengi samtals?
    Tímabilið 1990–96 voru 213 börn (130 drengir (61%) og 83 stúlkur (39%)) lögð inn á Sjúkrahús Reykjavíkur eftir að hafa slasast í skólum og/eða dagvistun. Þetta eru um 2% allra barna (10.139) sem slösuðust á tímabilinu.
    Ekki liggja fyrir upplýsingar um hve lengi börnin lágu á sjúkrahúsinu.

     5.      Hve mörg þeirra eru talin hafa hlotið varanleg meiðsl eða örkuml?
    Upplýsingar um fjölda barna sem hafa hlotið varanleg meiðsl eða örkuml vegna skólaslysa eru ekki fyrir hendi.

     6.      Hvernig er tíðni skólaslysa íslenskra barna á fyrrgreindum aldursbilum og eftir kynjum í samanburði við aðrar þjóðir á Norðurlöndum, t.d. Norðmenn eða Svía?
    Ekki er unnt að bera saman tíðni skólaslysa íslenskra barna við aðrar þjóðir á Norðurlönd um af ástæðum sem getið er um hér að framan (liður 1.6).

3. Íþróttaslys .
     1.      Hver var árleg tíðni íþróttaslysa á tímabilinu?
    Tímabilið1990–96 komu 9.924 börn (6.239 drengir (63%) og 3.685 stúlkur (37%)) á slysa deild Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna íþróttaslysa.

     2.      Hvernig skiptast þau eftir íþróttaflokkum?
    Íþróttaslysin eru ekki sundurgreind eftir íþróttaflokkum og er því ekki vitað hvernig þau skiptast samkvæmt þeim.

     3.      Hvers konar áverkar einkenna einstaka íþróttaflokka? Óskað er eftir eins nákvæmri sundurgreiningu og gögn leyfa.
    Þar sem íþróttaslys eru ekki sundurgreind eftir íþróttaflokkum er ekki hægt að sjá hvers konar áverkar einkenna einstaka íþróttaflokka.

     4.      Hvernig skiptast þau samtals eftir eðli áverka?
    Tímabilið 1990–96 voru áverkar vegna íþróttaslysa sem hér segir:

Innlagnir á Sjúkrahús Reykjavíkur vegna íþróttaslysa á tímabilinu 1990–96.



Ekki innlögn vegna íþróttaslysa.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 38 25 63
5–9 ára 649 393 1.042
10–14 ára 2.743 2.087 4.830
15–18 ára 2.672 1.123 3.795
Samtals 6.102 3.628 9.730

Innlögn vegna íþróttaslysa.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 0 0 0
5–9 ára 15 5 20
10–14 ára 58 36 94
15–18 ára 64 15 79
Samtals 137 56 193

Áverkar af íþróttaslysum.
Drengir Stúlkur Samtals
Brot 1.503 796 2.299
Liðhlaup, tognanir 2.444 1.667 4.111
Áverkar á heila, mænu 101 55 156
Áverkar á brjósti 8 1 9
Sár 491 136 627
Mar 861 537 1.324
Annað 137 66 203
Samtals 5.545 3.258 8.803

     5.      Hve stór hluti slysanna varð í leikfimikennslu á vegum skóla eða annarra aðila?
     Ekki liggur fyrir hve stór hluti slysanna varð í leikfimikennslu á vegum skóla eða annarra aðila.

     6.      Hvar verða slysin einkum á íþróttasvæðum (þar með talin íþróttahús) og við hvers konar íþróttaiðkanir?
    Fjöldi íþróttaslysa eftir slysstað tímabilið 1990–96 var sem hér segir: Á íþróttasvæði (7.125), í skóla eða dagvistun (1.267), annars staðar úti (786), í óbyggðum (112), óskilgreint (77), á heimili (76), á gangstíg eða gangbraut (47), á umferðargötu (23) og í verksmiðju eða á verkstæði (10).

     7.      Hversu mörg barnanna þurfti að leggja inn á sjúkrahús vegna íþróttaslysa og hve lengi samtals?
     Tímabilið 1990–96 voru 193 börn (137 drengir (71%) og 56 stúlkur (29%)) lögð inn á Sjúkrahús Reykjavíkur eftir að hafa slasast í íþróttum. Þetta eru um 2% allra barna (9.924) sem slösuðust á tímabilinu.

     8.      Hve mörg þeirra eru talin hafa hlotið varanleg meiðsl eða örkuml?
    Upplýsingar um fjölda barna sem hafa hlotið varanleg meiðsl eða örkuml vegna íþrótta slysa eru ekki fyrir hendi.

     9.      Hvernig er tíðni íþróttaslysa íslenskra barna á fyrrgreindum aldursbilum og eftir kynjum í samanburði við aðrar þjóðir á Norðurlöndum, t.d. Norðmenn eða Svía?
    Ekki er unnt að bera saman tíðni skólaslysa íslenskra barna við aðrar þjóðir á Norðurlönd um af ástæðum sem getið er um hér að framan (liður 1.6).

4. Umferðarslys .
     1.      Hver var árleg tíðni umferðarslysa hjá 0–4 ára, 5–9 ára, 10–14 ára og 15–18 ára börnum á tímabilinu?
    Tímabilið 1990–96 komu 6.019 börn (3.374 drengir (56%) og 2.645 stúlkur (44%)) á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna umferðarslysa.

     2.      Hvernig skiptast þau samtals eftir slysaflokkum (t.d. hjólreiðaslys, árekstur, ákeyrsla o.s.frv.)? Óskað er eftir að einnig verði tilgreind skipting sérhvers aldursflokks fyrir sig.
    Sú flokkun sem tiltæk er á umferðarslysunum nær aðeins til 3.131 barna (1.720 drengja (55%) og 1.411 stúlkna (45%)). Ekki er til skýring á þessum mun en ef litið er á þá sundur greiningu sem tiltæk er koma áhugaverð atriði í ljós varðandi munstur slysanna eftir aldri barnanna. Flokkarnir eru þrír: 1) farþegi í bíl, 2) hjólandi og 3) gangandi. Á aldrinum 0–4 ára slasast flest börnin sem farþegar (68%), þar næst gangandi (27%) en fæst hjólandi (5%). Í næstu tveimur aldursflokkum eru slys við hjólreiðar meira áberandi. Þannig slasast 24% barn anna á aldrinum 5–9 ára hjólandi, en flest slasast þau reyndar sem farþegar í bíl (39%) og þar næst gangandi (37%). Hjólreiðar eru enn áberandi í næsta aldursflokki. Á aldrinum 10–14 ára slasast 50% sem farþegar í bíl, 30% hjólandi og 20% gangandi. Í aldursflokknum 15–18 ára slasast aftur á móti langflestir sem farþegar í bíl (88%), því næst gangandi (7%), en fæstir hjólandi (5%).

     3.      Hve mörg börn slösuðust vegna þess að sérstökum öryggisbúnaði, svo sem hjálmum og sætisbeltum, var áfátt eða hann ekki notaður?
    Í nýrri könnun, sem gerð var á vegum Umferðarráðs og Slysavarnafélags Íslands, var borin saman notkun öryggisbúnaðar fyrir börn á leikskólaaldri í bílum árin 1996, 1997 og 1998. Könnunin sýnir umtalsverða aukningu í notkun öryggisbúnaðar fyrir börn á þessum árum (sjá súlurit í kafla 4.3 í viðauka). Notkunin er afar mismunandi eftir sveitarfélögum. Hún er minnst í litlum sjávarþorpum. Aðspurt ber fólk því stundum við að fjarlægðir séu svo litlar að það taki því ekki að spenna börnin. Notkunin er jafnvel helmingi almennari í stærri þéttbýlisstöðunum. Á Akureyri notuðu 98% leikskólabarna öryggisbúnað þegar könnun var gerð í febrúar síðast liðnum. Sjálfsagt eru ýmsar skýringar á þessari góðu útkomu á Akureyri. Hjúkrunarfræðingar fara í vitjanir til allra barna þegar þau eru aðeins tveggja vikna gömul og nokkrum sinnum er þau verða eldri. Í þessum vitjunum er tækifærið notað til að fara yfir ýmis öryggisatriði, þar á meðal þau sem tengjast umferðinni. Líklega er sömu sögu að segja víða á landinu, enda slysavarnir eitt af verkefnum heilsugæslustöðvanna frá árinu 1990. Þáttur tryggingafélaganna er mjög merkur en þau hafa ýmist leigt út barnabílstóla eða haft milligöngu um afslátt til foreldra við kaup á slíkum stólum.

     4.      Hversu mörg barnanna þurfti að leggja inn á sjúkrahús vegna umferðarslysa og hve lengi samtals?
    Skráning legudaga barna sem slasast er ekki fyrir hendi.

     5.      Hve mörg þeirra eru talin hafa hlotið varanleg meiðsl eða örkuml?
    Upplýsingar um fjölda barna sem hafa hlotið varanleg meiðsl eða örkuml eru ekki fyrir hendi.

     6.      Hvernig er tíðni umferðarslysa íslenskra barna á fyrrgreindum aldursbilum og eftir kynjum í samanburði við aðrar þjóðir á Norðurlöndum, t.d. Norðmenn eða Svía?
    Eigi er unnt að bera saman tíðni skólaslysa íslenskra barna við aðrar þjóðir á Norðurlönd um af ástæðum sem getið er um hér að framan (liður 1.6).

5. Drukknunarslys .
     1.      Hver var árleg tíðni drukknunarslysa hjá 0–4 ára, 5–9 ára, 10–14 ára og 15–18 ára börnum á tímabilinu? Einnig er óskað skiptingar eftir kynjum
       a.      í heild,
       b.      innan aldursbila?
     2.      Hvernig skiptast þau samtals eftir flokkum (t.d. í heitum pottum, sundlaugum o.s.frv.)?
     3.      Hversu mörg barnanna þurfti að leggja inn á sjúkrahús og hve lengi samtals?
     4.      Hversu mörg þeirra eru talin hafa hlotið varanleg meiðsl eða örkuml?
     5.      Hvernig er tíðni drukknunarslysa íslenskra barna á fyrrgreindum aldursbilum og eftir kynjum í samanburði við aðrar þjóðir á Norðurlöndum, t.d. Norðmenn eða Svía?
    Óskað er eftir að í svari við þessum lið verði einnig greint frá slysum þar sem lá við drukkn un (svokölluð nærdrukknun).
    Drukknunarslysum fjölgaði á rannsóknartímabilinu, á meðan dánartíðni vegna drukknunar víðast annars staðar hefur lækkað síðustu ár. Miðað við seinni fimm árin, sem rannsóknin náði til, var dánartíðni vegna drukknana hér á landi með því hæsta sem gerist meðal nágranna þjóða. Mikill fjöldi slysa meðal eins til tveggja ára barna, eða 15 slys á tíu árum, kom á óvart, enda eru börn á þessum aldri oftast undir stöðugu eftirliti. Mörg þessara slysa urðu í heitum pottum við heimilin eða leysingavatnspollum eftir að börnin höfðu sloppið úr gæslu um sjónarmanna stutta stund.
    Langflest slysin urðu í sundlaugum á tímabilinu, en þar urðu 20 slys eða um 40% allra slys anna. Í sundlaugum drukknuðu tvö börn og eitt hlaut varanlegan heilaskaða. Í ám og lækjum drukknuðu sex börn af níu. Það voru einkum ung börn sem drukknuðu í heitum pottum og leysingavatni, en í sumum tilfellum var um grunnt vatn að ræða, sem barnið lenti með andlitið ofan í og náði sér ekki upp úr.
    Erfitt er að finna sambærilegar tölur um heildarfjölda drukknunarslysa í nágrannalöndun um þar sem nærdrukknanir koma óvíða fram í opinberum slysatölum og aldursskipting er mis munandi eftir löndum. Því er ómögulegt að gefa samanburðartölur milli landa um heildar fjölda drukknunarslysa.

6. Vinnuslys .
     1.      Hvernig er hagað skráningu vinnuslysa hjá börnum til 18 ára aldurs?
     2.      Hvernig skiptast vinnuslys fram að þeim aldri eftir tegund vinnu?
     3.      Hvernig skiptast þau eftir áverkum?
     4.      Hvernig skiptast þau eftir aldri?
     5.      Hvernig skiptast þau eftir kynjum?
     6.      Hvernig eru samsvarandi upplýsingar frá hinum Norðurlandaþjóðunum?
    Ekki reyndist unnt að fá upplýsingar um vinnuslys hjá börnum.

7. Hættulegar vörur .
    Óskað er eftir upplýsingum um slys á fyrrgreindum aldursbilum, og eftir kynjum, vegna hættulegra vara, svo sem gluggabúnaðar (t.d. stormjárns), raftækja o.s.frv.
    Ekki reyndist unnt að fá upplýsingar um slys vegna hættulegra vara, raftækja o.s.frv.

8. Önnur slys .
    Óskað er eftir upplýsingum um slys á fyrrgreindum aldursbilum, og eftir kynjum, sem falla utan þeirra slysaflokka sem reifaðir eru að framan, t.d. við húsgrunna, á byggingarsvæðum o.s.frv.
    Ekki reyndist unnt að fá upplýsingar um slys sem falla utan þeirra slysaflokka sem reifaðir eru að framan.

9. Dauðsföll .
     1.      Hve mörg dauðsföll urðu vegna slysa barna upp að 18 ára aldri á tímabilinu, hvers konar slys leiddu til þeirra og hvernig skiptust þau eftir fyrrgreindum aldursflokkum og kynjum?
     2.      Hvernig eru samsvarandi upplýsingar frá hinum Norðurlandaþjóðunum?

Banaslys barna á tímabilinu 1990–95. 1



Flokkur
0–4
ára
5–9
ára
10–14
ára
15–18
ára

Samtals
E 812 Umferðarslys 5 5
E 813 Árekstur ökutækja 1 1
E 814 Ekið á fótgangandi 3 1 1 5
E 815 Bílvelta á þjóðvegi 1 1
E 816 Ökumaður missir stjórn á ökutæki 1 2 8 11
E 819 Umferðarslys, óskilgreind orsök 1 2 3
E 821 Slys af völdum annarra ökut. en bifreiða 1 1
E 830 Flotfarsslys, fall í vatn 1 1
E 832 Fall í vatn vegna flutninga á landi 1 1
E 836 Slys af vél við flutninga á legi 1 1
E 842 Slys af óvélknúnu flugfari 1 1
E 884 Fall af einum fleti á annan 2 1 3
E 890 Íkviknun í heimahúsum 1 1 2
E 901 Ofurkuldi 1 1
E 909 Slys af völdum náttúruhamfara 6 1 5 1 13
E 910 Slysafall í vatn og drukknun 6 4 3 13
E 913 Slysaköfnun af loftleysi 1 1
E 916 Högg af fallandi hlut 1 1
E 917 Árekstur á mann eða hlut 1 1
E 918 Maður klemmist 1 1
E 919 Slys af vél 1 1 2
E 928 Slys af öðrum (óskilgr.) ástæðum 1 1
Alls 22 11 13 24 70
Banaslys drengja 17 6 6 18 48
Banaslys stúlkna 5 5 7 6 22

Banaslys barna að frátöldum slysum af völdum náttúruhamfara og sjálfsvígum.


0–4
ára
5–9
ára
10–14
ára
15–18
ára

Samtals
Alls 17 10 8 23 58
Banaslys drengja 14 6 6 15 41
Banaslys stúlkna 3 4 2 8 17

Banaslys drengja á tímabilinu 1990–95.



Flokkur
0–4
ára
5–9
ára
10–14
ára
15–18
ára

Samtals
E 812 Umferðarslys 2 2
E 813 Árekstur ökutækja 1 1
E 814 Ekið á fótgangandi 2 1 3
E 815 Bílvelta á þjóðvegi 1 1
E 816 Ökumaður missir stjórn á ökutæki 1 1 6 8
E 819 Umferðarslys, óskilgreind orsök 2 2
E 821 Slys af völdum annarra ökut. en bifreiða 1 1
E 830 Flotfarsslys, fall í vatn 1 1
E 832 Fall í vatn vegna flutninga á landi 1 1
E 836 Slys af vél við flutninga á legi 1 1
E 842 Slys af óvélknúnu flugfari 1 1
E 884 Fall af einum fleti á annan 2 1 3
E 890 Íkviknun í heimahúsum 1 1
E 901 Ofurkuldi 1 1
E 909 Slys af völdum náttúruhamfara 3 1 4
E 910 Slysafall í vatn og drukknun 6 3 2 11
E 913 Slysaköfnun af loftleysi 1 1
E 916 Högg af fallandi hlut 1 1
E 917 Árekstur á mann eða hlut 1 1
E 919 Slys af vél 1 1 2
Alls 17 6 6 18 48

Banaslys stúlkna á tímabilinu 1990–95.



Flokkur
0–4
ára
5–9
ára
10–14
ára
15–18
ára

Samtals
E 812 Umferðarslys 3 3
E 814 Ekið á fótgangandi 1 1 2
E 816 Ökumaður missir stjórn á ökutæki 1 2 3
E 819 Umferðarslys, óskilgreind orsök 1 1
E 890 Íkviknun í heimahúsum 1 1
E 909 Slys af völdum náttúruhamfara 3 1 5 9
E 910 Slysafall í vatn og drukknun 1 1 2
E 918 Maður klemmist 1 1

Alls

5 4 7 6 22

Tíðni banaslysa – samanburður við Norðurlönd.


Tíðni slysa á hverja 100.000 íbúa.



Drengir 0–14 ára.
1990 1995 1
Danmörk 10,7 7,3
Finnland 11,2 7,0
Ísland 24,6 8,9
Noregur 12,1 7,7
Svíþjóð 5,7 4,9

Drengir 15–24 ára.
1990 19951
Danmörk 34,5 42,7
Finnland 53,9 33,2
Ísland 60,6 33,1
Noregur 43,4 30,9
Svíþjóð 35,1 21,0

Stúlkur 0–14 ára.
1990 19951
Danmörk 6,3 3,4
Finnland 5,7 3,6
Ísland 3,2 9,4
Noregur 8,7 6,8
Svíþjóð 4,3 3,4

Stúlkur 15–24 ára.
1990 1995 1
Danmörk 11,0 8,5
Finnland 18,5 7,4
Ísland 14,5 4,9
Noregur 10,0 7,8
Svíþjóð 12,4 6,0

10. Aðgerðir stjórnvalda .
    Til hvaða aðgerða hyggjast stjórnvöld grípa til að draga úr slysatíðni barna?

11. Fræðsla .
    Hvaða fræðsla hefur af hálfu stjórnvalda verið í gangi síðustu ár sem miðar að því að fækka barnaslysum?

Aðgerðir stjórnvalda – fræðsla.
    Hinn 8. október sl. ákvað ríkisstjórnin að tillögu heilbrigðisráðherra að hrinda af stað átaki til þess að fækka slysum á börnum og unglingum sem standa mun í þrjú ár. Ríkisstjórnin ákvað að átakið yrði undir stjórn verkefnisstjórnar sem tryggði tengsl við ýmsar opinberar stofnanir, sveitarfélög, félagasamtök og faghópa og skipuð væri fulltrúum dómsmálaráðherra, félags málaráðherra, menntamálaráðherra og umhverfisráðherra, auk fulltrúa heilbrigðisráðherra sem gegndi formennsku.
    Meginverkefni verkefnisstjórnar verður að skýra á hverra ábyrgð ákveðnar fyrirbyggjandi aðgerðir eru og stuðla að eflingu og samhæfingu aðgerða þeirra aðila sem nú vinna að slysa vörnum barna og unglinga. Má þar nefna skipulag skráningar barna- og unglingaslysa, sam hæfingu fræðslu og forvarna, svo og ráðgjöf um slysavarnir þessa aldurshóps. Verkefnastjórn in hefur þegar tekið til starfa og mun gera ráðherra grein fyrir hugmyndum og áherslum sínum innan skamms.
    Slysavarnaráð og landlæknir hafa unnið mikið starf á þessu sviði á undanförnum árum og má sem dæmi um það nefna eftirfarandi þætti:

Rannsóknir:
Könnun á umferðarslysum Reykvíkinga árið 1994.
Rannsóknir á kostnaði vegna umferðarslysa.
Styrkur til rannsókna á slysum á skíðasvæðum.
Styrkir til rannsókna á umferðarslysum og reiðhjólaslysum.

Útgáfa fræðsluefnis:
Bæklingur um eiturefni og viðbrögð við slysum.
Áhættuslys – fyrirlestrar á landsfundi um slysavarnir.

Fyrirlestrar:
Fyrirlestrar og erindi, m.a. um höfuðslys á börnum.

    Slysavarnaráð hefur vakið máls á ýmsum varnarráðum sem má beita gegn slysum og barist fyrir þeim. Ber þar að nefna notkun hjólreiðahjálma sem fyrst var vakið máls á árið 1983.
    Slysavarnaráð hefur samstarf við Umferðarráð sem m.a. stendur fyrir umferðarskólanum, ýmsum námskeiðum og fræðslu í samvinnu við sveitarfélög og lögreglu og daglegum þáttum í útvarpi. Þá hefur Umferðarráð gert könnun á öryggisbúnaði leikskólabarna, m.a. hjálma notkun, framkvæmt umferðarkannanir og staðið fyrir margvíslegri fræðslu um slysavarnir sem oft miðar sérstaklega að öryggi barna í umferðinni.
    Margt hefur verið gert af hálfu stjórnvalda, oft í samvinnu við eða að frumkvæði félaga samtaka til þess að fækka slysum á börnum og unglingum. Þar má nefna:
     1.      Æfingaakstur ungra ökumanna með forráðamönnum, áður en bílpróf hefur verið tekið, til að auka leikni ökumanna.
     2.      Staðlagerð og endurskoðun á byggingarreglugerð með öryggi barna í huga.
     3.      Öryggisreglugerðir vegna íþróttamannvirkja.
     4.      Eftirlit með sölu og gæðum leiktækja þar sem Evrópustöðlum er fylgt.
     5.      Rafmagnseftirlit ríkisins hefur eftirlit með að öryggisstöðlum sé fylgt. Það sér einnig um fræðslu.
     6.      Reykjavíkurborg hefur í tvö ár staðið fyrir átakinu „Gerum borgina betri fyrir börnin“.
     7.      Öryggisúttektir í sveitarfélögum um allt land í samvinnu við slysavarnafélög.

Lokaorð.
    Eins og fram kemur í þessari skýrslu eru slys á börnum margbreytileg og orsakir þeirra flóknar. Samanburður milli landa er erfiður, en Íslendingar standa að mörgu leyti vel að skrán ingu og hafa fylgst vel með þróun mála á þessu sviði. Slysatíðni barna hér er of há og því ákvað ríkisstjórnin á haustmánuðum að gera sérstakt átak á því skyni að fækka þessum slysum og auka öryggi barna. Eru vonir bundnar við það átak.
    Fjölmargir aðilar í samfélaginu koma að slysavörnum, m.a. opinberir aðilar og fyrirtæki, en merkastur er ef til vill þáttur ýmissa líknarfélaga, t.d. Slysavarnafélagsins sem er 70 ára um þessar mundir. Rétt er að hlúa að þróttmiklu starfi fjölmargra aðila sem lýtur að slysavörnum með ýmsum almennum aðgerðum.






Viðauki .



1. Slys í heimahúsum . 1
1.1 Árleg tíðni heimaslysa .

1990.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 1.194 832 2.026
5–9 ára 425 414 839
10–14 ára 294 251 545
15–18 ára 204 176 380
Samtals 2.117 1.673 3.790

1991.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 1.080 752 1.832
5–9 ára 372 304 676
10–14 ára 255 200 455
15–18 ára 168 175 343
Samtals 1.875 1.431 3.306

1992.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 1.164 775 1.939
5–9 ára 346 338 684
10–14 ára 233 220 453
15–18 ára 163 161 324
Samtals 1.906 1.494 3.400

1993.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 960 711 1.671
5–9 ára 314 233 547
10–14 ára 206 188 394
15–18 ára 148 116 264
Samtals 1.628 1.248 2.876

1994.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 921 667 1.588
5–9 ára 337 247 584
10–14 ára 221 173 394
15–18 ára 124 147 271
Samtals 1.603 1.234 2.837

1995.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 975 710 1.685
5–9 ára 346 258 604
10–14 ára 210 172 382
15–18 ára 149 155 304
Samtals 1.680 1.295 2.975
1996
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 932 743 1.675
5–9 ára 365 294 659
10–14 ára 188 182 370
15–18 ára 128 137 265
Samtals 1.613 1.356 2.969

Heildarfjöldi 12.422 9.731 22.153

1.2 Orsakir slysa í heimahúsum á tímabilinu 1990–96 .

Umferðarslys.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 18 4 22
5–9 ára 8 4 12
10–14 ára 7 7 14
15–18 ára 5 2 7
Samtals 38 17 55

Lyfja- eða efnaeitranir.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 101 56 157
5–9 ára 9 5 14
10–14 ára 3 2 5
15–18 ára 7 10 17
Samtals 120 73 193

Mein af læknisaðgerð.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 5 3 8
5–9 ára 2 2 4
10–14 ára 3 0 3
15–18 ára 1 2 3
Samtals 11 7 18

Fall.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 1.795 1.435 3.230
5–9 ára 418 391 809
10–14 ára 159 204 363
15–18 ára 74 135 209
Samtals 2.446 2.165 4.611

Hrösun á jafnsléttu.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 1.381 840 2.221
5–9 ára 395 383 778
10–14 ára 177 256 433
15–18 ára 119 176 295
Samtals 2.072 1.655 3.727

Bruni (af hita eða kulda).
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 383 287 670
5–9 ára 59 61 120
10–14 ára 51 39 90
15–18 ára 26 39 65
Samtals 519 426 945

Slys af völdum dýra.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 29 27 56
5–9 ára 39 43 82
10–14 ára 26 27 53
15–18 ára 19 30 49
Samtals 113 127 240

Drukknun, köfnun.

Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 1 0 1
5–9 ára 0 0 0
10–14 ára 0 0 0
15–18 ára 0 2 2
Samtals 1 2 3

Aðskotahlutur í auga.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 86 58 144
5–9 ára 68 41 109
10–14 ára 33 25 58
15–18 ára 58 39 97
Samtals 245 163 408

Aðrir aðskotahlutir.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 349 360 709
5–9 ára 139 104 243
10–14 ára 92 66 158
15–18 ára 49 41 90
Samtals 629 571 1.200

Högg af hlut eða árekstur við hlut.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 1.832 1.091 2.923
5–9 ára 776 551 1.327
10–14 ára 498 374 872
15–18 ára 259 212 471
Samtals 3.365 2.228 5.593

Slasaði klemmdist.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 583 467 1.050
5–9 ára 231 256 487
10–14 ára 94 99 193
15–18 ára 34 42 76
Samtals 942 862 1.804

Vélar, rafmagn, flísar.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 279 141 420
5–9 ára 242 154 396
10–14 ára 284 147 431
15–18 ára 230 133 363
Samtals 1.035 575 1.610

Rafmagn.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 5 0 5
5–9 ára 2 0 2
10–14 ára 3 3 6
15–18 ára 0 2 2
Samtals 10 5 15

Geislun (á augu eða húð).
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 0 0 0
5–9 ára 0 0 0
10–14 ára 4 0 4
15–18 ára 5 1 6
Samtals 9 1 10

Sjálfsáverki (viljandi).
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 3 0 3
5–9 ára 1 1 2
10–14 ára 4 6 10
15–18 ára 29 18 47
Samtals 37 25 62

Áverki frá öðrum (ofbeldi).
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 125 137 262
5–9 ára 61 42 103
10–14 ára 99 72 171
15–18 ára 120 101 221
Samtals 405 352 757

Skotvopn.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 0 0 0
5–9 ára 0 0 0
10–14 ára 0 1 1
15–18 ára 1 0 1
Samtals 1 1 2

Íþróttaslys.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 3 1 4
5–9 ára 14 9 23
10–14 ára 26 14 40
15–18 ára 14 5 19
Samtals 57 29 86

Óskilgreind orsök.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 231 275 506
5–9 ára 49 35 84
10–14 ára 38 37 75
15–18 ára 31 41 72
Samtals 349 388 737

Ekki slys.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 17 10 27
5–9 ára 4 5 9
10–14 ára 3 6 9
15–18 ára 4 15 19
Samtals 28 36 64

Heildarfjöldi 12.422 9.731 22.153

1.3 Brunaslys meðal barna .
    Í þessari umfjöllun um brunaslys er vitnað í rannsókn sem gerð var árið 1996. 1 Rannsóknin spannar 14 ára tímabil, 1982–95, rannsökuð voru slys 0–15 ára barna.
    Að meðaltali brennir sig 21 barn á ári. Skipting milli kynja er greinileg en 62% þeirra sem brennast eru drengir og 38% stúlkur. Tíðni brunaslysa er mest á aldursskeiðinu 0–4 ára en hlutfall barna á þeim aldri er 73% af öllum börnum sem brenndust.
    Algengustu brunavaldar eru heitt vatn, vökvar og eldur. Flest brunaslys verða innan veggja heimilis, eða í þremur fjórðu tilvika. Brunaslys á börnum eru algengust í desembermánuði. Algengast er að börn brenni sig í kringum hádegi og kvöldmat en þá er notkun heitra vökva mest á heimilum.

Fjöldi brunaslysa eftir brunavöldum.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Fjöldi brunaslysa eftir brunavöldum og aldri barna.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2. Skólaslys . 1
2.1 Árleg tíðni slysa í skólum og/eða dagvist un.

1990.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 229 148 377
5–9 ára 239 210 449
10–14 ára 384 379 763
15–18 ára 135 75 210
Samtals 987 812 1.799

1991.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 233 114 347
5–9 ára 216 148 364
10–14 ára 337 292 629
15–18 ára 104 77 181
Samtals 890 631 1.521

1992.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 219 152 371
5–9 ára 231 159 390
10–14 ára 330 268 598
15–18 ára 91 55 146
Samtals 871 634 1.505

1993.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 184 123 307
5–9 ára 197 131 328
10–14 ára 251 223 474
15–18 ára 80 49 129
Samtals 712 526 1.238

1994.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 221 150 371
5–9 ára 159 130 289
10–14 ára 256 197 453
15–18 ára 81 57 138
Samtals 717 534 11.251

1995.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 221 161 382
5–9 ára 192 153 345
10–14 ára 287 205 492
15–18 ára 75 55 130
Samtals 775 574 1.349
1996.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 225 170 395
5–9 ára 239 194 433
10–14 ára 283 244 529
15–18 ára 72 49 121
Samtals 819 657 1.476

2.2 Orsakir slysa í skólum og/eða dagvistun á tímabilinu 1990–96 .

Umferðarslys.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 5 3 8
5–9 ára 6 6 12
10–14 ára 16 3 19
15–18 ára 3 2 5
Samtals 30 14 44

Lyfja- eða efnaeitranir.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 4 1 5
5–9 ára 2 0 2
10–14 ára 6 2 8
15–18 ára 0 0 0
Samtals 12 3 15

Mein af læknisaðgerð.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 0 0 0
5–9 ára 0 1 1
10–14 ára 1 0 1
15–18 ára 0 0 0
Samtals 1 1 2

Fall.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 407 295 702
5–9 ára 302 266 568
10–14 ára 267 233 500
15–18 ára 53 31 84
Samtals 1.029 825 1.854

Hrösun á jafnsléttu.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 389 253 642
5–9 ára 359 349 708
10–14 ára 390 464 854
15–18 ára 89 89 178
Samtals 1.227 1.155 2.382

Bruni (af hita eða kulda).
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 4 7 11
5–9 ára 8 4 12
10–14 ára 6 5 11
15–18 ára 8 2 10
Samtals 26 18 34

Slys af völdum dýra.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 4 1 5
5–9 ára 3 0 3
10–14 ára 1 1 2
15–18 ára 2 0 2
Samtals 10 2 12

Drukknun, köfnun.

Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 0 0 0
5–9 ára 1 1 2
10–14 ára 0 0 0
15–18 ára 0 0 0
Samtals 1 1 2

Aðskotahlutir í auga.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 37 24 61
5–9 ára 17 18 35
10–14 ára 15 11 26
15–18 ára 14 1 15
Samtals 83 54 137

Aðrir aðskotahlutir.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 37 42 79
5–9 ára 12 10 22
10–14 ára 20 14 34
15–18 ára 11 5 16
Samtals 80 71 151

Högg af hlut eða árekstur við hlut.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 415 208 623
5–9 ára 411 248 659
10–14 ára 546 424 970
15–18 ára 149 62 211
Samtals 1521 942 2252

Slasaði klemmdist.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 102 110 212
5–9 ára 94 70 164
10–14 ára 69 73 142
15–18 ára 12 12 24
Samtals 277 265 542

Vélar, rafmagn, flísar.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 18 9 27
5–9 ára 35 21 56
10–14 ára 75 36 111
15–18 ára 48 10 58
Samtals 176 76 252

Rafmagn.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 2 0 2
5–9 ára 0 0 0
10–14 ára 0 0 0
15–18 ára 0 0 0
Samtals 2 0 2

Geislun (á augu eða húð).
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 0 0 0
5–9 ára 0 0 0
10–14 ára 0 0 0
15–18 ára 1 0 1
Samtals 1 0 1

Sjálfsáverki (viljandi).
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 0 0 0
5–9 ára 0 0 0
10–14 ára 4 0 4
15–18 ára 3 0 3
Samtals 7 0 7

Áverki frá öðrum (ofbeldi).
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 53 25 78
5–9 ára 104 43 147
10–14 ára 288 124 412
15–18 ára 58 20 78
Samtals 503 212 715

Skotvopn.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 0 0 0
5–9 ára 0 0 0
10–14 ára 1 0 1
15–18 ára 0 1 1
Samtals 1 1 2

Íþróttaslys.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 2 0 2
5–9 ára 104 68 172
10–14 ára 382 383 765
15–18 ára 176 152 328
Samtals 664 603 1.267

Óskilgreind orsök.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 47 37 84
5–9 ára 14 20 34
10–14 ára 34 28 62
15–18 ára 20 26 46
Samtals 115 111 226

Ekki slys.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 6 3 9
5–9 ára 1 2 3
10–14 ára 3 4 7
15–18 ára 2 1 3
Samtals 12 10 22

Heildarfjöldi 5.771 4.368 10.139

2.3 Innlagnir á Sjúkrahús Reykjavíkur vegna slysa í skólum og/eða dagvistun á tímabilinu 1990–96 .

Ekki innlögn vegna slyss í skóla eða dagvistun.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 1.497 989 2.486
5–9 ára 1.434 1.092 2.526
10–14 ára 2.076 1.789 3.865
15–18 ára 634 415 1.049
Samtals 5.641 4.285 9.926

Innlögn vegna slyss í skóla.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 35 29 64
5–9 ára 39 33 72
10–14 ára 52 19 71
15–18 ára 4 2 6
Samtals 130 83 213

2.4 Áverkar af slysum í skólum .
Drengir Stúlkur Samtals
Brot 1.241 944 2.185
Liðhlaup, tognanir 1.015 1.172 2.187
Áverkar á heila, mænu 316 232 548
Áverkar á brjósti 15 3 18
Sár 1.982 1.022 3.004
Mar 1.221 1.017 2.238
Annað 337 245 582
Samtals 6.127 4.635 10.762

3. Íþróttaslys . 1
3.1 Árleg tíðni íþróttaslysa á tímabilinu .

1990.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 6 1 7
5–9 ára 110 61 171
10–14 ára 402 349 751
15–18 ára 436 168 604
Samtals 954 579 1.533

1991.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 3 3 6
5–9 ára 82 38 120
10–14 ára 316 242 558
15–18 ára 336 135 471
Samtals 737 418 1.155

1992.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 8 3 11
5–9 ára 125 69 194
10–14 ára 485 379 864
15–18 ára 450 176 626
Samtals 1.068 627 1.695

1993.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 8 4 12
5–9 ára 101 49 150
10–14 ára 460 336 796
15–18 ára 388 172 560
Samtals 957 561 1.518

1994.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 10 9 19
5–9 ára 96 69 165
10–14 ára 435 299 734
15–18 ára 358 164 522
Samtals 899 541 1.440

1995.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 0 2 2
5–9 ára 72 50 122
10–14 ára 354 242 596
15–18 ára 390 171 534
Samtals 816 465 1.281
1996.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 3 3 6
5–9 ára 78 62 140
10–14 ára 349 277 626
15–18 ára 378 152 530
Samtals 808 494 1.302

Heildarfjöldi 6.239 3.685 9.924

3.2 Flokkun íþróttaslysa eftir slysstað .

Slysstaður: Heimili.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 3 1 4
5–9 ára 14 9 23
10–14 ára 26 14 30
15–18 ára 14 5 19
Samtals 47 29 76

Slysstaður: Skóli eða dagvistun.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 2 0 2
5–9 ára 104 68 172
10–14 ára 382 383 765
15–18 ára 176 152 328
Samtals 664 603 1.267

Slysstaður: Í verksmiðju eða á verkstæði.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 0 0 0
5–9 ára 0 0 0
10–14 ára 7 0 7
15–18 ára 2 1 3
Samtals 9 1 10

Slysstaður: Á eða við skemmtistað.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 0 0 0
5–9 ára 0 0 0
10–14 ára 0 1 1
15–18 ára 2 0 2
Samtals 2 1 3

Slysstaður: Á gangstíg eða gangbraut.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 1 1 2
5–9 ára 3 5 8
10–14 ára 16 9 25
15–18 ára 9 3 12
Samtals 29 18 47

Slysstaður: Á umferðargötu.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 0 1 1
5–9 ára 2 2 4
10–14 ára 5 5 10
15–18 ára 5 3 8
Samtals 12 11 23

Slysstaður: Á íþróttasvæði.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 19 14 33
5–9 ára 409 244 653
10–14 ára 1.976 1.430 3.406
15–18 ára 2.201 832 3.303
Samtals 4.605 2.520 7.125

Slysstaður: Í óbyggðum.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 1 1 2
5–9 ára 7 7 14
10–14 ára 38 28 66
15–18 ára 16 14 30
Samtals 62 50 112

Slysstaður: Annars staðar úti.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 11 6 17
5–9 ára 108 44 152
10–14 ára 254 145 399
15–18 ára 157 61 218
Samtals 530 256 786

Slysstaður: Óskilgreint.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 1 0 1
5–9 ára 1 4 5
10–14 ára 17 23 40
15–18 ára 25 6 31
Samtals 44 33 77

3.3 Innlagnir á Sjúkrahús Reykjavíkur vegna íþróttaslysa á tímabilinu 1990–96 .

Ekki innlagnir vegna íþróttaslysa.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 38 25 63
5–9 ára 649 393 1.042
10–14 ára 2.743 2.087 4.830
15–18 ára 2.672 1.123 3.795
Samtals 6.102 3.628 9.730

Innlagnir vegna íþróttaslysa.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 0 0 0
5–9 ára 15 5 20
10–14 ára 58 36 94
15–18 ára 64 15 79
Samtals 137 56 193

3.4 Áverkar af íþróttaslysum .
Drengir Stúlkur Samtals
Brot 1.503 796 2.299
Liðhlaup, tognanir 2.444 1.667 4.111
Áverkar á heila, mænu 101 55 156
Áverkar á brjósti 8 1 9
Sár 491 136 627
Mar 861 537 1.324
Annað 137 66 203
Samtals 5.545 3.258 8.803

4. Umferðarslys .
4.1 Árleg tíðni umferðarslysa . 1

1990.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 31 27 58
5–9 ára 82 48 130
10–14 ára 72 56 128
15–18 ára 237 236 473
Samtals 422 367 789

1991.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 33 32 65
5–9 ára 103 57 160
10–14 ára 123 78 201
15–18 ára 238 258 586
Samtals 587 425 1.012

1992.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 44 19 63
5–9 ára 91 52 143
10–14 ára 122 82 204
15–18 ára 231 251 482
Samtals 488 404 892

1993.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 34 18 52
5–9 ára 72 35 107
10–14 ára 101 71 172
15–18 ára 170 149 319
Samtals 377 273 650

1994.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 41 27 68
5–9 ára 67 56 123
10–14 ára 76 57 133
15–18 ára 166 144 310
Samtals 350 284 634

1995.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 43 32 75
5–9 ára 92 45 137
10–14 ára 126 89 215
15–18 ára 203 221 424
Samtals 464 287 851
1996.
Aldur Drengir Stúlkur Samtals
0–4 ára 102 73 175
5–9 ára 163 80 243
10–14 ára 172 101 273
15–18 ára 249 251 500
Samtals 686 505 1.191

Heildarfjöldi 3.374 2.645 6.019

4.2 Öryggistæki í umferð .
    Upplýsingar um notkun öryggistækja og fjölda slasaðra barna fengust einnig frá Umferðarráði. Um er að ræða mun færri tilvik en skráð eru hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Það skýrist meðal annars af því að Umferðarráð fær tölulegar upplýsingar sem þessar frá lögreglu, en eins og ljóst má vera eru ekki öll umferðarslys tilkynnt til hennar.

Fjöldi slasaðra og notkun öryggistækja eftir aldri.



Fjöldi slasaðra Öryggistæki
Ár 0–4 ára Með Ekki með Ekki vitað
1990 15 7 8 0
1991 26 10 14 2
1992 26 15 11 0
1993 34 16 17 1
1994 25 11 8 6
1995 28 16 10 2
1996 23 15 7 1
Alls 177 90 75 12

Fjöldi slasaðra Öryggistæki
Ár 5–9 ára Með Ekki með Ekki vitað
1990 48 6 42 0
1991 46 12 34 0
1992 46 12 34 0
1993 51 17 31 3
1994 60 19 39 2
1995 67 29 34 4
1996 72 28 40 4
Alls 390 123 254 13

Fjöldi slasaðra Öryggistæki
Ár 10–14 ára Með Ekki með Ekki vitað
1990 44 12 32 0
1991 89 21 67 1
1992 79 23 49 7
1993 103 26 74 3
1994 74 19 51 4
1995 119 31 82 6
1996 81 24 54 3
Alls 589 156 409 24

Fjöldi slasaðra Öryggistæki
Ár 15–18 ára Með Ekki með Ekki vitað
1990 196 81 115 0
1991 266 134 104 28
1992 308 162 118 28
1993 274 148 108 18
1994 281 143 106 32
1995 329 150 161 18
1996 321 154 149 18
Alls 1.975 972 861 142

4.3 Fjöldi slasaðra í umferð og staðsetning þeirra.
Slasaðir Staðsetning slasaðra
Ár 0–4 ára Drengir Stúlkur Farþ. í bíl Hjólandi Gangandi
1990 15 10 5 10 0 5
1991 26 17 9 15 4 7
1992 26 16 10 16 1 9
1993 34 24 10 23 1 10
1994 25 14 11 18 1 6
1995 28 17 11 22 1 5
1996 23 10 13 17 0 6
Alls 177 108 69 121 8 48

Slasaðir Staðsetning slasaðra
Ár 5–9 ára Drengir Stúlkur Farþ. í bíl Hjólandi Gangandi
1990 48 26 22 10 13 25
1991 46 27 19 12 16 18
1992 46 34 12 17 10 19
1993 51 38 13 21 14 16
1994 60 38 22 17 12 31
1995 67 35 32 43 15 9
1996 72 45 27 32 13 27
Alls 390 243 147 152 93 145

Slasaðir Staðsetning slasaðra
Ár 10–14 ára Karlar Konur Farþ. í bíl Hjólandi Gangandi
1990 44 24 20 19 13 12
1991 89 51 38 45 30 14
1992 79 48 31 36 25 18
1993 103 49 54 51 26 26
1994 74 44 30 42 18 14
1995 119 57 62 68 31 20
1996 81 48 33 34 31 16
Alls 589 321 268 295 174 120

Slasaðir Staðsetning slasaðra
Ár 15–18 ára Karlar Konur Farþ. í bíl Hjólandi Gangandi
1990 196 107 89 169 16 11
1991 266 165 101 236 8 22
1992 308 160 148 268 19 21
1993 274 149 125 240 7 27
1994 281 139 142 255 16 10
1995 329 166 163 288 15 26
1996 321 162 159 285 16 20
Alls 1.975 1048 927 1.741 97 137

    Í nýrri könnun sem gerð var á vegum Umferðarráðs 1 og Slysavarnafélag Íslands kemur fram samanburður á notkun öryggisbúnaðar fyrir börn á leikskólaaldri í bílum á milli áranna 1996, 1997 og 1998. Hún sýnir að notkun öryggisbúnaðar fyrir börn í bílum hefur aukist umtalsvert á þessu ári.




(súlurit, myndað)



Öryggi barna í bílum 1996, samanburður milli staða.


    Myndin sýnir hversu mörg prósent barna notuðu öryggisbúnað við komu í leikskóla 28. mars 1996. Ljóst: Börn með öryggisbúnað. Dökkt: Börn án öryggisbúnaðar.



(súlurit, myndað)



Öryggi barna í bílum 1997, samanburður milli staða.


    Myndin sýnir hversu mörg prósent barna notuðu öryggisbúnað við komu í leikskóla 27. febrúar 1997. Neðri hluti súlu: Börn með öryggisbúnað. Efri hluti: Börn án öryggisbúnaðar.



(súlurit, myndað)



Öryggi barna í bílum 1998, samanburður milli staða.


    Myndin sýnir hversu mörg prósent barna notuðu öryggisbúnað við komu í leikskóla vikuna 16.–20. febrúar. Dökkt: Börn með öryggisbúnað. Ljóst: Börn án öryggisbúnaðar.



(súlurit, myndað)



4.4 Umferðarslys eftir landshlutum .

Látnir í umferðarslysum á hverja 100.000 íbúa, eftir landshlutum árin 1991–95.
Heildarfjöldi allra aldurshópa.

Landshluti Karlar Konur Alls
Norðurland vestra 30,1 8,0 19,1
Vesturland 16,2 8,7 12,4
Suðurland 18,4 2,0 10,6
Reykjavík 9,9 5,3 7,7
Austurland 11,9 3,2 7,7
Reykjanes 9,8 3,5 6,8
Vestfirðir 12,2 0,0 6,2
Norðurland eystra 5,9 3,0 4,5

5. Drukknunarslys .
    Þar sem ekki liggja fyrir rannsóknir á drukknunarslysum á árabilinu 1990–96 eftir þeirri aldursskiptingu sem um var beðið í skýrslubeiðninni verður vitnað til rannsóknar sem gerð var 1995 um drukknunarslys sem gerð var í samvinnu Barnaspítala Hringsins og Slysavarnafélags Íslands. 1
    Rannsóknin spannar tíu ára tímabilið frá janúar 1984 til desember 1993. Um er að ræða drukknunarslys barna á aldursbilinu 0–14 ára.
    Skráð drukknunarslys á tímabilinu voru 48, þar af voru 31 drengur og 17 stúlkur. Miðað við meðalfjölda barna á fyrrgreindu tímabili voru 7,5 drukknunarslys á hver 100.000 börn á ári.

Hlutföll kynja.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Af þessum 48 slysum voru 13 banaslys, þrjú slys leiddu til alvarlegrar heilasköddunar, 32 börn náðu sér að fullu eftir drukknunarslys. Hlutfall þeirra sem drukknuðu eða hlutu heila skaða var því 30%. Miðað við meðalfjölda barna á fyrrgreindu tímabili var dánartíðni af völdum drukknunar tveir á hver 100.000 börn á ári.
    Drukknaðir voru því alls 13, af þeim voru ellefu drengir og tvær stúlkur. Af þremur sem heilasködduðust á tímabilinu voru tveir drengir og ein stúlka.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Myndin sýnir skiptingu drukknunarslysa eftir árum.


    Drukknunarslysum fór fjölgandi á rannsóknartímabilinu, á meðan dánartíðni vegna drukknunar hefur víðast annars staðar farið lækkandi síðustu ár. Miðað við seinni fimm árin sem rannsóknin náði til var dánartíðni vegna drukknana hér á landi með því hæsta sem gerist meðal nágrannaþjóða. Mikill fjöldi slysa meðal eins til tveggja ára barna, eða 15 slys á tíu ár um kom á óvart, enda eru börn á þessum aldri oftast undir stöðugu eftirliti. Mörg þessara slysa urðu í heitum pottum og leysingarvatnspollum nærri heimilum barnanna eftir að þau höfðu sloppið úr gæslu umsjónarmanna stutta stund.
    Langflest slysin urðu í sundlaugum, þar urðu 20 slys eða um 40% allra slysanna. Í sund laugum drukknuðu tvö börn og eitt hlaut varanlegan heilaskaða. Í ám og lækjum drukknuðu sex börn af níu. Einkum lentu ung börn í garðpottum og leysingarvatni en í sumum tilvikum var einungis um grunnt vatn að ræða sem barnið lenti með andlitið ofan í en náði sér ekki upp úr.
    Erfiðlega gekk að finna sambærilegar tölur um heildarfjölda drukknunarslysa í nágranna löndum, þar sem nærdrukknanir koma óvíða fram í opinberum slysatölum og aldursskipting er mismunandi eftir löndum. Því er ómögulegt að gefa samanburðartölur milli landa um heildarfjölda drukknunarslysa. Undantekning frá þessu eru tölur frá Bretlandi frá árunum 1988–89 í sama aldursflokki en þar var tíðnin 1,5 slys á hver 100.000 börn.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru:
          Drukknunarslys meðal barna virðast algengari hér en í nágrannalöndunum. Þessar niðurstöður verður að taka með fyrirvara því að þær byggjast á takmörkuðum viðmiðunar upplýsingum.
          Börnum 1–2 ára og 6–8 ára er hættast við drukknunarslysum.
          Drukknunarslys eru algengust í sundlaugum en hlutfall drukknana hæst í ám og lækjum.
          Dánartíðni vegna drukknana barna hér á landi á árunum 1988–93 var með því hæsta sem gerist meðal vestrænna þjóða.

Forvarnir vegna drukknunarslysa.
    Öryggismöppur eru við alla sundstaði á vegum sveitarfélaga. Þar er farið yfir helstu ör yggisþætti og rétt viðbrögð ef slys ber að höndum.
    Árið 1993 var skipuð nefnd af menntamálaráðherra sem mótaði tillögur um öryggiskröfur og samræmdar starfsreglur á sundstöðum og við kennslulaugar. Reglur þessar fóru síðan til sveitarstjórna til samþykkta.
    Slysavarnafélag Íslands hefur látið málaflokkinn sig miklu varða og hefur meðal annars verið í náinni samvinnu við Iðntæknistofnun um öryggisbúnað er tengist sundstöðum, m.a. niðurföll, Vinnueftirlit ríkisins, Hollustuvernd ríkisins og Rannsóknastofnun byggingariðnað arins.

6. Dauðsföll .
6.1 Banaslys barna á tímabilinu 1990–95 . 1

Flokkur
0–4
ára
5–9
ára
10–14
ára
15–18
ára

Samtals
E 812 Umferðarslys 5 5
E 813 Árekstur ökutækja 1 1
E 814 Ekið á fótgangandi 3 1 1 5
E 815 Bílvelta á þjóðvegi 1 1
E 816 Ökumaður missir stjórn á ökutæki 1 2 8 11
E 819 Umferðarslys, óskilgreind orsök 1 2 3
E 821 Slys af völdum annarra ökut. en bifreiða 1 1
E 830 Flotfarsslys, fall í vatn 1 1
E 832 Fall í vatn vegna flutninga á landi 1 1
E 836 Slys af vél við flutninga á legi 1 1
E 842 Slys af óvélknúnu flugfari 1 1
E 884 Fall af einum fleti á annan 2 1 3
E 890 Íkviknun í heimahúsum 1 1 2
E 901 Ofurkuldi 1 1
E 909 Slys af völdum náttúruhamfara 6 1 5 1 13
E 910 Slysafall í vatn og drukknun 6 4 3 13
E 913 Slysaköfnun af loftleysi 1 1
E 916 Högg af fallandi hlut 1 1
E 917 Árekstur á mann eða hlut 1 1
E 918 Maður klemmist 1 1
E 919 Slys af vél 1 1 2
E 928 Slys af öðrum (óskilgr.) ástæðum 1 1
Alls 22 11 13 24 70
Banaslys drengja 17 6 6 18 48
Banaslys stúlkna 5 5 7 6 22

6.2 Banaslys barna, að frátöldum slysum af völdum náttúruhamfara og sjálfsvígum .
0–4
ára
5–9
ára
10–14
ára
15–18
ára

Samtals
Alls 17 10 8 23 58
Banaslys drengja 14 6 6 15 41
Banaslys stúlkna 3 4 2 8 17

6.3 Banaslys drengja á tímabilinu 1990–95 .

Flokkur
0–4
ára
5–9
ára
10–14
ára
15–18
ára

Samtals
E 812 Umferðarslys 2 2
E 813 Árekstur ökutækja 1 1
E 814 Ekið á fótgangandi 2 1 3
E 815 Bílvelta á þjóðvegi 1 1
E 816 Ökumaður missir stjórn á ökutæki 1 1 6 8
E 819 Umferðarslys, óskilgreind orsök 2 2
E 821 Slys af völdum annarra ökut. en bifreiða 1 1
E 830 Flotfarsslys, fall í vatn 1 1
E 832 Fall í vatn vegna flutninga á landi 1 1
E 836 Slys af vél við flutninga á legi 1 1
E 842 Slys af óvélknúnu flugfari 1 1
E 884 Fall af einum fleti á annan 2 1 3
E 890 Íkviknun í heimahúsum 1 1
E 901 Ofurkuldi 1 1
E 909 Slys af völdum náttúruhamfara 3 1 4
E 910 Slysafall í vatn og drukknun 6 3 2 11
E 913 Slysaköfnun af loftleysi 1 1
E 916 Högg af fallandi hlut 1 1
E 917 Árekstur á mann eða hlut 1 1
E 919 Slys af vél 1 1 2
Alls 17 6 6 18 48

6.4 Banaslys stúlkna á tímabilinu 1990–95 .

Flokkur
0–4
ára
5–9
ára
10–14
ára
15–18
ára

Samtals
E 812 Umferðarslys 3 3
E 814 Ekið á fótgangandi 1 1 2
E 816 Ökumaður missir stjórn á ökutæki 1 2 3
E 819 Umferðarslys, óskilgreind orsök 1 1
E 890 Íkviknun í heimahúsum 1 1
E 909 Slys af völdum náttúruhamfara 3 1 5 9
E 910 Slysafall í vatn og drukknun 1 1 2
E 918 Maður klemmist 1 1

Alls

5 4 7 6 22
6.5 Tíðni banaslysa — samanburður milli Norðurlanda .

Tíðni slysa á hverja 100.00 íbúa.

Drengir 0–14 ára.
1990 1995
Danmörk 10,7 7,3
Finnland 11,2 7,0
Ísland 24,6 8,9
Noregur 12,1 7,7
Svíþjóð 5,7 4,9

Drengir 15–24 ára.
1990 1995
Danmörk 34,5 42,7
Finnland 53,9 33,2
Ísland 60,6 33,1
Noregur 43,4 30,9
Svíþjóð 35,1 21,0

Stúlkur 0–14 ára.
1990 1995
Danmörk 6,3 3,4
Finnland 5,7 3,6
Ísland 3,2 9,4
Noregur 8,7 6,8
Svíþjóð 4,3 3,4

Stúlkur 15–24 ára.
1990 1995
Danmörk 11,0 8,5
Finnland 18,5 7,4
Ísland 14,5 4,9
Noregur 10,0 7,8
Svíþjóð 12,4 6,0
Neðanmálsgrein: 1
1 Heimild: Hagstofa Íslands. Ekki liggja fyrir upplýsingar frá árinu 1996.
Neðanmálsgrein: 2
1 Tölur frá Íslandi og Noregi eru frá árinu 1994.
Neðanmálsgrein: 3
1 Tölur frá Íslandi og Noregi eru frá árinu 1994.
Neðanmálsgrein: 4
1 Komur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Heimild: Upplýsingasvið SHR.
Neðanmálsgrein: 5
1 Heimild: SVFÍ-fréttir, 9. tbl. 14. árgangur 1996. Rannsóknina unnu Pétur Lúðvíksson, sérfræðingur á Barnaspítala Hringsins, Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur og fulltrúi hjá Slysavarnafélaginu, Ragnheiður Elís dóttir, deildarlæknir á Barnaspítala Hringsins, og Ásgeir Haraldsson, forstöðulæknir Barnaspítala Hringsins.
Neðanmálsgrein: 6
1 Komur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Heimild: Upplýsingadeild SHR.
Neðanmálsgrein: 7
1 Komur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Heimild: Upplýsingasvið SHR.
Neðanmálsgrein: 8
1 Heimild: Upplýsingasvið Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Neðanmálsgrein: 9
1 Heimild: Fréttabréf Umferðarráðs 2, 1998. Höfundar eru Margrét Sæmundsdóttir, María Finnsdóttir, Fjóla Guðjónsdóttir og Herdís Storgaard.
Neðanmálsgrein: 10
1 Rannsóknina unnu Pétur Lúðvíksson, sérfræðingur á Barnaspítala Hringsins, Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur og fulltrúi hjá Slysavarnafélaginu, og Guðrún B. Guðmundsdóttir, deildarlæknir á Barnaspítala Hringsins.
Neðanmálsgrein: 11
1 Heimild: Hagstofa Íslands. Ekki liggja fyrir upplýsingar frá árinu 1996.