Atvinnumál á Breiðdalsvík

Mánudaginn 15. febrúar 1999, kl. 15:31:46 (3576)

1999-02-15 15:31:46# 123. lþ. 65.1 fundur 249#B atvinnumál á Breiðdalsvík# (óundirbúin fsp.), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 123. lþ.

[15:31]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Það er rétt að taka það fram að vegna þeirra nýju lagaákvæða sem hv. fyrirspyrjandi vitnaði hér til þá mun Byggðastofnun fá það verkefni að gera tillögur um hvernig þessum aflaheimildum verður úthlutað og henni verður falið það verkefni að taka ákvarðanir þar um. Þau mál eru á frumstigi. Mér er ekki kunnugt um hvenær Byggðastofnun hyggst kynna þær reglur sem eiga að gilda þar um. En aðalatriðið er, að ég hygg, að það sé eðlilegt og í samræmi við tilgang þessa ákvæðis að Byggðastofnunin meti þær aðstæður sem eru fyrir hendi og setji leikreglurnar í ljósi þess hlutverks sem hún hefur með höndum.