Jafnréttislög

Föstudaginn 19. febrúar 1999, kl. 13:08:10 (3932)

1999-02-19 13:08:10# 123. lþ. 70.4 fundur 498. mál: #A jafnréttislög# (heildarlög) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 123. lþ.

[13:08]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég get ekki kallað að ég sé að kasta ónotum þó að ég svari ádeilum sem eru hafðar uppi í minn garð.

Eins og glögglega kemur fram, ef hv. þm. les 9. gr. frv., þá segir þar, með leyfi forseta: ,,Þingið setur sér þingsköp. Jafnréttisráð skal semja reglur fyrir hvert jafnréttisþing þar sem kveðið er á um seturétt á þinginu, kjörgengi og kosningarrétt þingfulltrúa.``

Síðan segir: ,,Verði ágreiningur um kjörgengi og kosningarrétt þingfulltrúa skal málum vísað til úrskurðar á þinginu sjálfu.``

Ég vonast eftir því að jafnréttisþing verði fjölsótt, þar geti farið fram fjörleg umræða og afgreiðslur þess verði byggðar á lýðræðislegum grunni.