Upplýsingar um lyfjanotkun í gagnagrunn

Miðvikudaginn 14. október 1998, kl. 15:23:45 (377)

1998-10-14 15:23:45# 123. lþ. 10.11 fundur 53. mál: #A upplýsingar um lyfjanotkun í gagnagrunn# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 123. lþ.

[15:23]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill árétta í tengslum við það sem hann ræddi áðan, um aðkomu hv. þingmanna í fyrirspurnatíma, þ.e. annarra en fyrirspyrjanda hverju sinni og hæstv. ráðherra sem til svara er, að þingsköp Alþingis eru sumpart ákaflega skýr í þessu. Þau kveða þó ekkert á um það hvenær í fyrirspurnatíma hv. þm. hafi þennan rétt. Með öðrum orðum geta þeir nýtt rétt sinn eftir að fyrirspyrjandi og hæstv. ráðherra hafa lokið sínum tíma.

Forseti vill árétta að venjan hefur verið sú, sem eðlilegt er, að athugasemdir hv. þingmanna komi í miðju kafi, ef svo mætti segja, þ.e. milli ræðna hv. fyrirspyrjanda og hæstv. ráðherra. Þá er því komið á framfæri, væntanlega með skeleggum og skýrum hætti.