Miðlægur gagnagrunnur

Miðvikudaginn 14. október 1998, kl. 15:43:38 (385)

1998-10-14 15:43:38# 123. lþ. 10.13 fundur 58. mál: #A miðlægur gagnagrunnur# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., TIO
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 123. lþ.

[15:43]

Tómas Ingi Olrich:

Virðulegi forseti. Ég hygg að þetta framlag hv. þm. Hjörleifs Guttormssonar geti verið mjög gagnlegt. En ég hefði álitið að forvitnilegt væri að heyra frá honum hvernig hann sjálfur skilgreinir persónugreinanlegar og ópersónugreinanlegar upplýsingar, hvort skilningur hans á þessu sé í samræmi við þau fyrirmæli sem hann er að vitna í. Þar er nefnilega að finna miklu víðari skilgreiningu á þessu heldur en hann virðist telja rétta.

Hann sagði áðan að ekki væri hægt að ráðstafa upplýsingum úr sjúkraskrám án upplýsts samþykkis viðkomandi sjúklings. Þessi hugmynd hv. þm. er heldur ekki í samræmi við þau fyrirmæli sem hann er að vitna hér í. Hann virðist því hafa um þetta allt aðrar skoðanir en ramminn í þeim plöggum sem hann er að vitna í leyfir.