Kynferðislegt ofbeldi gagnvart þroskaheftum

Miðvikudaginn 02. desember 1998, kl. 15:21:14 (1514)

1998-12-02 15:21:14# 123. lþ. 30.14 fundur 187. mál: #A kynferðislegt ofbeldi gagnvart þroskaheftum# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 123. lþ.

[15:21]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Samstarfið við Þroskahjálp er ekki fullmótað. Við eigum eftir að gera samning þar um. Ég bíð einmitt þessa dagana eftir samningsdrögum frá Þroskahjálp um þetta efni. Þar er vel hægt að hugsa sér að hafa ákvæði um þau atriði sem hv. fyrirspyrjandi lagði áherslu á.

Hvað rannsóknina varðar gefur auga leið að hún muni kosta eitthvað. Hún kostar bæði vinnu og tíma. Ég held að við getum á grundvelli þessarar skýrslu gefið okkur það að um alvarlegt ástand sé að ræða, þ.e. ástand sem við verðum að bregðast við. Ég vil fremur leggja áherslu á að reyna að hrinda í framkvæmd fyrirbyggjandi aðgerðum þannig að ekki verði skaði í framtíðinni fremur en að safna tölfræðilegum upplýsingum, þó þær geti verið fróðlegar. Ég tel að skýrslan gefi okkur tilefni til þess að draga þá ályktun að úrbóta sé þörf og á þeim grundvelli vil ég bregðast við.