Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 16:29:58 (2212)

1998-12-12 16:29:58# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[16:29]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Bara aðeins til að leiðrétta hv. þm. þá er ekkert komið af stað í Mosfellsbæ varðandi heilsugæsluna og ekkert í Garðabæ, ekkert í Hafnarfirði og ekkert í Keflavík. En það er rétt sem hv. þm. sagði, það var komið af stað í Kópavogi, svo öllu sé nú til haga haldið sem rétt er í málinu.

Varðandi hitt atriðið hvort Hafnarfjörður verði reynslusveitarfélag í sambandi við heilsugæsluna þá er það til athugunar, og það kann vel að vera að Hafnarfjörður verði reynslusveitarfélag. Ég ætla alls ekki að útiloka það vegna þess að ég treysti Hafnfirðingum mjög vel fyrir sínum málum hvað þetta varðar. Hvað húsnæðismálin áhrærir þá er það ekkert á borði heilbrrn. að skipta um húsnæði. En það kann vel að vera að innan tíðar verði Hafnarfjörður að reynslusveitarfélagi. Það eru tvö aðskilin mál.