Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 17:21:01 (2221)

1998-12-12 17:21:01# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, Frsm. meiri hluta JónK
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[17:21]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Erindi mitt í ræðustól er að þakka fyrir þá umræðu sem hefur verið. Hún hefur verið málefnaleg og til gagns fyrir okkur í fjárln. varðandi áframhaldandi vinnu. Ég hef reynt að svara því jafnóðum sem snúið hefur að mér í andsvörum. Ég tel ekki ástæðu til að lengja tímann með ræðuhöldum en endurtek að við munum taka þau málefni fyrir milli 2. og 3. umr. sem ég gerði grein fyrir í framsöguræðu minni.

Að öðru leyti þakka ég fyrir þá umræðu sem hefur farið fram.