Utandagskrárumræður og viðvera stjórnarþingmanna

Fimmtudaginn 03. febrúar 2000, kl. 11:08:45 (3925)

2000-02-03 11:08:45# 125. lþ. 56.91 fundur 275#B utandagskrárumræður og viðvera stjórnarþingmanna# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 125. lþ.

[11:08]

Forseti (Halldór Blöndal):

Að gefnu tilefni er nauðsynlegt að taka fram að forseti hefur brugðist mjög ljúfmannlega við beiðnum um utandagskrárumræðu um bæði þau mál sem hv. þm. minntist á og getur ekki fallist á að þingið hafi með einum eða neinum hætti vegið að málfrelsi þingmanna.

Ég minni aftur á að umræður hér eru utan dagskrár og um það var samið og ákveðið að þær skyldu standa í hálftíma.