Samræmd slysaskráning

Miðvikudaginn 08. mars 2000, kl. 13:51:12 (5030)

2000-03-08 13:51:12# 125. lþ. 75.3 fundur 333. mál: #A samræmd slysaskráning# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 125. lþ.

[13:51]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Það er best að það komi hér skýrt fram að þessi slysaskráning á við öll slys á sjó og landi. Það er alveg ljóst og mikill undirbúningur hefur verið að slysaskráningu sjómanna. Af því hafa þeir haft mikinn heiður einmitt á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þannig að það er allt undirbúið. Mér fannst ég ekki þurfa að telja upp alla en svo enginn misskilningur sé í málinu þá á þetta við öll slys bæði stór og smá á sjó og landi.

Þessi grunnur er einsdæmi í veröldinni og eins og ég sagði áðan er tölvunefnd núna með hann til umfjöllunar. Ég vona að við fáum jákvæðan stimpil á þennan grunn . Af því á það var minnst áðan hvort ég hefði ekki áhyggjur af því að þetta yrði stoppað, þá hefur verið mikil samstaða um þetta meðal allra heilbrigðisstétta og ég á ekki von á að neitt bakslag verði í því.