Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 19:14:04 (5292)

2000-03-14 19:14:04# 125. lþ. 78.4 fundur 144. mál: #A stjórn fiskveiða# (aflaheimildir Byggðastofnunar) frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 125. lþ.

[19:14]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég minni hv. þm. á að flokkur hans hefur talað fyrir svokallaðri byggðatengdri fiskveiðistjórnun allan þann tíma sem sá flokkur hefur starfað. Það hefur hvergi komið fram í neinu, ekki einasta orði, hvað viðkomandi flokkur á við með því orðalagi. Ég vænti þess að þingmaðurinn leitist þá við að varpa ljósi á hugmyndir sínar í þessum efnum.

Ég tek auðvitað þátt í þjóðfélagsumræðu og reyni að hafa áhrif á framgang mála. Ég skilgreini hlutina eftir því sem mér er best unnt, hver ég tel vandamál gildandi kerfis, eins og kom fram í ræðu minni áðan, og reyni síðan að finna tillögur til þess að bæta úr að þessu leyti og afla þeim stuðnings. Það er hin almenna leið sem stjórnmálamaður hefur til að þoka málum áfram. Ég vænti þess að njóta stuðnings m.a. frá hv. þm. sem hefur að hluta talað fyrir svipuðum sjónarmiðum.