Sérstaða framhaldsskóla með bekkjakerfi

Mánudaginn 03. apríl 2000, kl. 15:29:49 (5803)

2000-04-03 15:29:49# 125. lþ. 87.1 fundur 416#B sérstaða framhaldsskóla með bekkjakerfi# (óundirbúin fsp.), KolH
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 125. lþ.

[15:29]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir þau orð að þeir muni halda þessari sérstöðu sinni. Það er góð yfirlýsing og þörf í þeirri umræðu sem nú á sér stað um stöðu þessara skóla.

[15:30]

Ég ítreka, herra forseti, að það að Verslunarskólinn skuli skyndilega vera orðinn starfsnámsskóli er alveg nýtt í stöðunni. Sérstaða hans hefur verið viðurkennd í gegnum það að hann fær nú skilgreiningu sem starfsnámsskóli, sem ekki var í umræðunni fyrir tíu dögum síðan. Sérstaða hans hefur því verið viðurkennd á viðunandi hátt. Það hefur verið fundin lausn á vandamálinu.

Það er ekki búið að finna lausnina fyrir hina tvo skólana en ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að hann skuli segja það hér að sérstaða þeirra verði tryggð.