Utandagskrárumræða og fjarvera sjávarútvegsráðherra

Fimmtudaginn 13. apríl 2000, kl. 13:49:54 (6543)

2000-04-13 13:49:54# 125. lþ. 101.91 fundur 455#B utandagskrárumræða og fjarvera sjávarútvegsráðherra# (aths. um störf þingsins), GAK
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 125. lþ.

[13:49]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Í dag áttum við í Frjálslynda flokknum von á að fá að ræða í utandagskrárumræðu við sjútvrh. Við því hefur ekki verið orðið og sú umræða hefur verið tekin út af störfum þingsins. Ég vil lýsa óánægju minni með að við skyldum ekki fá að fara í þessa málefnalegu umræðu um sjávarútvegsmál og rökræða við sjútvrh., m.a. um afleiðingar nýfallins dóms í Vatneyrarmálinu.

Ég tel að afar nauðsynlegt hefði verið að við fengjum að ræða þessi mál fyrir páskahlé og vil ítreka óánægju mína.