Hagavatn á Biskupstungnaafrétti

Miðvikudaginn 10. maí 2000, kl. 13:13:09 (7404)

2000-05-10 13:13:09# 125. lþ. 114.9 fundur 603. mál: #A Hagavatn á Biskupstungnaafrétti# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 125. lþ.

[13:13]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Ísólfi Gylfa Pálmasyni fyrir að vekja athygli á þessu máli. Ég held að þeir sem fara um þetta svæði kannist við sandfokið og uppblástursskýin sem eru á þessu svæði frá Hagavatni og því er mjög mikið fagnaðarefni að unnið skuli vera að úrbótum. Ég treysti Landgræðslunni afskaplega vel til að meta þessa hluti rétt og tek undir það að flýta beri þessum framkvæmdum. Það er dálítið slæmt að ekki skuli vera hægt að byrja strax í sumar á framkvæmdum sem sannarlega hefta fok, því flestir virðast vera sammála um að aðgerðir sem lúta að hækkun á vatnsyfirborði muni geta orðið að liði og leitt til þess að sandfok muni minnka og uppblástur þá um leið. Ég þakka hv. þm. fyrir þessa fyrirspurn.