Afbrigði

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 13:39:02 (7560)

2000-05-12 13:39:02# 125. lþ. 117.94 fundur 534#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), SAÞ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[13:39]

Sigríður A. Þórðardóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hér er um mjög einfalt frv. að ræða sem fjallar um grundvallaratriði. Það er alveg ljóst að það er mjög ríkur vilji í samfélaginu til að þessum lögum verði breytt. Þar að auki fjölluðu allir forsetaframbjóðendur sem voru í kjöri fyrir forsetakosningar síðast þannig um þetta mál að þeir vildu að skattfrelsi forseta Íslands yrði afnumið.

Málið hefur ekki borið óeðlilega að og þetta fjallar fyrst og femst um hvort vilji er til að afgreiða þetta mál eða ekki. Þetta er ekki flóknara en það. Ég vísa því á bug að á einhvern hátt sé verið að vega að forseta Íslands. Hann hefur sjálfur sagt að það beri að afnema þessi ákvæði.