Afbrigði

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 13:47:35 (7565)

2000-05-12 13:47:35# 125. lþ. 117.94 fundur 534#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[13:47]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Í trausti þess að forseti þingsins sjái til þess að hér gefist eðlilegt svigrúm til að fjalla um þetta mál í þingsölum og ekki síst í þeirri þingnefnd sem fær málið til umfjöllunar, efh.- og viðskn. þá mun ég segja já við því að veita þessi afbrigði, en það er alveg ljóst að ýmsir þurfa að veita umsögn um málið, m.a. forsrn. sem fer með fjárframlög til embættis forseta Íslands og þarf m.a. að tjá sig um þetta mál. Ég mun segja já við þessu í trausti þess að eðlilegt svigrúm gefist til þess í nefndinni að fjalla ítarlega um málið og senda það til þeirra umsagnaraðila sem nauðsyn krefur.

(Forseti (HBl): Ég veit ekki hvort verið er að reyna að ná sambandi við hv. þm., en svo virðist vera sem GSM-símar taki einkum til máls þegar hv. þm. er í ræðustólnum.)