Mat á umhverfisáhrifum

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 16:29:23 (7598)

2000-05-12 16:29:23# 125. lþ. 117.12 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[16:29]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Þingmaðurinn sem talaði á undan mér minntist á Norðlingaöldulón eða þær framkvæmdir sem gætu bitnað á því sem við höfum verndað í Þjórsárverum. Ég vil taka undir þetta vegna þess að 6. áfangi Kvíslaveitu kemur þarna inn og er kannski á einhverju teikniborði, við vitum kannski ekki um það. En í þann áfanga gæti verið tekið vatn sem heldur uppi vatnsstöðu í efri hlutanum og af því færi jafnvel 20--30%. Þetta er opið og ófrágengið dæmi og það þarf að loka því af því að ekki má skerða Þjórsárver frekar. Mér finnst skipta mjög miklu máli, t.d. að þingmenn Suðurlandskjördæmis átti sig á því að með því að framlengja ákvæðið um undanþáguheimild er verið að gefa undir fótinn með það að gengið sé frekar á Þjórsárver.