Skattfrelsi forseta Íslands

Laugardaginn 13. maí 2000, kl. 11:21:21 (7725)

2000-05-13 11:21:21# 125. lþ. 118.7 fundur 652. mál: #A skattfrelsi forseta Íslands# (breyting ýmissa laga) frv. 84/2000, ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 125. lþ.

[11:21]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Málið snýst um embætti forseta Íslands. Það að setja málið á dagskrá með þessum hætti, ég hef útskýrt það, tel ég nauðsynlegt í undantekningartilfellum þar sem menn, kannski af ótta við almenningsálitið, þora ekki að setja það á dagskrá. Þetta er svo viðkvæmt. Það hefur komið fram hjá hv. þm. Lúðvíki Bergvinssyni að það sé svo erfitt að gera þetta með þessum hætti, þetta sé svo viðkvæmt mál o.s.frv. (RG: Hvernig getur forsetinn talað svona?) Það er það sem hv. þm. sagði. Hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir spyr hvernig forseti geti talað eins og ég geri. Virðulegi forseti, ég tel að hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir hafi ekkert umboð til að segja mér fyrir verkum um hvernig ég flyt mitt mál í þinginu.