Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

Miðvikudaginn 06. október 1999, kl. 14:17:23 (100)

1999-10-06 14:17:23# 125. lþ. 4.2 fundur 3. mál: #A vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.# (gjöld af bensíni) frv. 86/1999, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 125. lþ.

[14:17]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta eru útúrsnúninar varðandi það mál sem hæstv. ráðherra nefndi um umhverfisskatta sem Samfylkingin talaði fyrir. Við nefndum aldrei að það þyrfti endilega að koma fram í hækkun á bensínverðinu. Það var bara sagt úr munni hæstv. ráðherra og þingmanna stjórnarflokkanna að þetta væri hækkun á bensínverði þó að við viljum tala fyrir því og skoða hvaða leiðir séu færar varðandi umhverfisskattana.

Enn hefur ekki fengist svar við því sem ég bíð mjög eftir, þ.e. þeirri breyttu aðferð sem ég lagði hér til. En væntanlega fæ ég svar við því síðar í umræðunni.