Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

Miðvikudaginn 06. október 1999, kl. 14:25:34 (106)

1999-10-06 14:25:34# 125. lþ. 4.2 fundur 3. mál: #A vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.# (gjöld af bensíni) frv. 86/1999, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 125. lþ.

[14:25]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hefur greinilega fallið í sömu gryfju og hæstv. fjmrh. að misskilja stefnu Samfylkingarinnar, sennilega vísvitandi. Við höfum aldrei talað um það að því er varðar að setja meiri peninga til umhverfisverndar, að það þýði að við skattleggjum bifreiðaeigendur meira. Við höfum aldrei talað um bensínhækkun. Ég stend við það sem ég hef sagt að við erum komin á ystu mörk þess mögulega að því er varðar skattlagningu á bifreiðaeigendur.

Við gætum eins verið að tala um einhverja tilfærslu á þeirri skattlagningu sem fyrir er til umhverfisverndar og umhverfismála. Og ekki veitir nú af miðað við áform ríkisstjórnarinnar að því er varðar umhverfismálin á næstu mánuðum.