Viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma

Mánudaginn 11. október 1999, kl. 15:05:14 (293)

1999-10-11 15:05:14# 125. lþ. 6.91 fundur 52#B viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 125. lþ.

[15:05]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég fagna sérstaklega viðbrögðum hæstv. utanrrh. og heyri að við erum á einu máli í þessu efni. Sérstaklega vil ég taka undir þau orð sem formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir, lét falla um mikilvægi þess að hæstv. ráðherrar væru viðstaddir fyrirspurnatímann.

Til óundirbúinna fyrirspurna í þinginu er ætluð hálf klukkustund hálfsmánaðarlega. Varla er til of mikils mælst að hæstv. ráðherrar skipuleggi tíma sinn þannig að þeir geti verið viðstaddir þessa umræðu.

Herra forseti. Ég fagna þessum viðbrögðum hæstv. utanrrh. og vænti þess að ráðin verði á þessu bót þegar fram líða stundir.