Hætta á olíumengun í grunnvatni við Reykjanesbraut

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 14:34:22 (2322)

1999-12-06 14:34:22# 125. lþ. 36.1 fundur 183#B hætta á olíumengun í grunnvatni við Reykjanesbraut# (óundirbúin fsp.), SJóh
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[14:34]

Fyrirspyrjandi (Sigríður Jóhannesdóttir):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. umhvrh. hversu vel hún tekur þessu máli og skynsamlega og ég treysti því að í framhaldi af þessum orðaskiptum fari fram athugun á því hver yrði ábyrgur í slíkum tilfellum. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt að það liggi fyrir. Ég hef grun um að það sé mjög óklárt. Ef tjón kynni að verða þarna, ef t.d. flutningabíll af þeirri gerð sem ég nefndi áðan ylti með flugvélabensínfarm, þá gæti það orðið svo mikið að tryggingafélög, a.m.k. innlend, gætu varla bætt það nema þau hefðu baktryggt sig sérstaklega erlendis. En ég treysti því að þetta verði kannað í framhaldi af þessari umræðu.