Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 15:29:10 (2338)

1999-12-06 15:29:10# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[15:29]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég vek athygli á því að stjórnin starfar ekki á eigin ábyrgð heldur á ábyrgð iðnrh. Þess vegna er mikilvægt að einmitt þessi réttur hennar sé ljós. Hún getur ekki tekið þennan rétt af ráðherranum frekar en annan rétt.

Herra forseti. Annars er það svo skoðun út af fyrir sig hvort ekki eigi að leggja Byggðastofnun algerlega niður frekar en fara í þennan skollaleik. Ætti fremur að gera harðari kröfur á fagráðuneytin sem þessir málaflokkar allir saman heyra undir til skiptis, um að þau standi sína plikt og geri það sem ætlast er til af þeim í stað þess að koma upp eftirlitsstofnun á framkvæmd fagráðuneytanna.