Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 19:00:39 (2397)

1999-12-06 19:00:39# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[19:00]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka það að fari svo að frv. verði að lögum og byggðamálin færist frá forsrn. þá sé ég ekki faglega að annað einstakt fagráðuneyti komi fremur til álita um að taka þetta að sér en iðnrn. eitt og sér. Ég horfi yfir þetta svið og ég sé ekki annað fagráðuneyti að forsrn. til hliðar settu í dæminu sem mundi betur fallið til að taka við þessu máli en iðnrn.