Einbreiðar brýr

Þriðjudaginn 16. janúar 2001, kl. 14:13:06 (3612)

2001-01-16 14:13:06# 126. lþ. 58.3 fundur 374. mál: #A einbreiðar brýr# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 126. lþ.

[14:13]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Einbreiðar brýr á aðalvegum landsins er ein alvarlegasta ógnun við öryggi í umferðinni. Nú er mjög rætt um að flýta framkvæmdum á vegáætlun, einmitt vegna öryggisástæðna. Ég vil því spyrja, herra forseti: Er ekki mögulegt að flýta framkvæmdum við að breikka einbreiðar brýr og fækka þeim þannig? Það er það öryggi sem við viljum fá.

Í öryggisumræðunni er þetta það sem hægt er að gera. Ég hvet hæstv. dómsmrh. til að beita þrýstingi sínum sem ég veit að hún býr yfir til þess að flýtt verði framkvæmdum við breikkun einbreiðra brúa í landinu.

Hæstv. samgrh. er hér einnig og hann hefur einmitt verið að funda um öryggismál í umferðinni og hvernig flýta megi vegáætlun þar sem bæta þarf öryggi umferðarinnar. Ég held að þjóðin öll líti svo á að einmitt einbreiðar brýr séu einn alvarlegasti þátturinn í öryggismálum á vegum.