Lagaráð

Þriðjudaginn 20. febrúar 2001, kl. 16:50:36 (4848)

2001-02-20 16:50:36# 126. lþ. 73.7 fundur 76. mál: #A lagaráð# frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 126. lþ.

[16:50]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér er eiginlega orða vant. Ég átti ekki von á að þurfa að koma hér upp í andsvari og segja til um hver mundi mynda hér stjórn eftir næstu kosningar. Ég geri ráð fyrir að hv. þm. hafi þá í huga að vanda þurfi mjög vel til allra mála og hæstv. ríkisstjórn muni gæta vel að stöðu stjórnarandstöðunnar.

Út af orðum hv. þm. vil ég segja að ég þekki vel til starfa hér í nefndum þingsins. Ég veit að hv. þm. stjórnarandstöðunnar hafa mikil áhrif. Ég vil ítreka það sem ég sagði í ræðu minni áðan, að mér finnst að þeir ættu ekki að gera lítið úr hlutverki sínu. Ég held að það sé verst fyrir þá sjálfa.