Rannsóknir í þágu atvinnuveganna

Þriðjudaginn 27. febrúar 2001, kl. 15:19:07 (5013)

2001-02-27 15:19:07# 126. lþ. 77.6 fundur 414. mál: #A rannsóknir í þágu atvinnuveganna# (aðild RALA að hlutafélögum) frv., landbrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 126. lþ.

[15:19]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Frv. er flutt á þskj. 674 og er mál nr. 414 á þessu hv. þingi.

Með frumvarpi þessu er lagt til að Rannsóknastofnun landbúnaðarins verði heimilt að eiga aðild að og stofna rannsókna- og þróunarfyrirtæki sem vinna að því að hagnýta niðurstöður rannsókna stofnunarinnar. Lagt er til að heimildin verði bundin við aðild að félögum með takmarkaðri ábyrgð þannig að áhætta stofnunarinnar verði takmörkuð við hlutafjárframlög. Auk þess er lagt til að aðild að og stofnun slíkra fyrirtækja Rannsóknastofnunar landbúnaðarins verði háð samþykki stjórnar stofnunarinnar og landbrh. hverju sinni.

Sams komar breytingar, herra forseti, hafa verið gerðar í lögum um Háskóla Íslands, sbr. lög nr. 8/1985, lögum um Iðntæknistofnun Íslands, sbr. lög nr. 77/1986, og lögum nr. 64/1965, um rannsóknir í þágu atvinnuveganna þegar Hafrannsóknastofnun, sbr. lög nr. 72/1984, og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, sbr. nr. 71/1989, voru veittar heimildir til að eiga aðild að rannsókn á þróunarfyrirtækjum. Er það álitið kostur fyrir Rannsóknastofnun landbúnaðarins að geta átt aðild að stofnun sérstakra fyrirtækja um slík verkefni en með því getur stofnunin betur fylgt eftir niðurstöðum rannsókna sinna svo það nýtist betur í þágu landbúnaðarins.

Virðulegi forseti. Við þessa umræðu verður ekki farið ítarlega í þær breytingar sem lagðar eru til með frv. en vísað til greinargerðar og athugasemda við einstakar greinar sem er að finna í sjálfu þingskjalinu.

Ég legg til að frv. verði að lokinni umræðunni vísað til 2. umr. og hv. landbn.