Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 18:06:00 (6745)

2001-04-24 18:06:00# 126. lþ. 110.18 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, Frsm. minni hluta LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 126. lþ.

[18:06]

Frsm. minni hluta allshn. (Lúðvík Bergvinsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er kannski óvanalegt að menn óski eftir andsvari við þá sem maður er algerlega sammála í umræðum eins og tilfellið er í þeirri sem hér hefur farið fram. En ég óskaði eftir því að fá andsvar, virðulegi forseti, til þess eins að taka undir þá kröfu sem hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson setti fram fyrr í dag þess efnis að málið gengi að nýju til allshn. milli 2. og 3. umr. Það hefur komið fram í umræðunni að málið er vanbúið og illa unnið og því held ég að það sé algerlega nauðsynlegt, virðulegi forseti, að málið gangi að nýju til allshn. milli 2. og 3. umr. Ég tek því heils hugar undir kröfu hv. þm.