Viðvera stjórnarþingmanna

Föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 10:35:49 (6950)

2001-04-27 10:35:49# 126. lþ. 114.91 fundur 492#B viðvera stjórnarþingmanna# (aths. um störf þingsins), Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 126. lþ.

[10:35]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Vegna fyrirspurnar hv. þm. vill forseti geta þess að samkvæmt því sem hann horfir á á skjánum eru í húsinu sex þingmenn stjórnarflokkanna og tíu þingmenn frá stjórnarandstöðunni.

Forseti vill geta þess að það var ákveðið í gær að þessi atkvæðagreiðsla yrði kl. 13.30. Það hefur greinilega misfarist eitthvað að tilkynna það.

Forseti vill einnig minna á að það hefur verið viðtekin venja mánuðum saman að greiða atkvæði kl. 13.30 á fimmtudögum og föstudögum þegar þingfundir hefjast kl. 10.30. Það hefur verið gert vegna þess að menn vilja gjarnan einnig greiða atkvæði um þau mál sem búið er að ræða fram til kl. 13.30 og er það gert í hagræðingarskyni. En það er sjálfsagt að taka þessar athugasemdir hv. þm. til umræðu á fundi forsn. næsta mánudag. Hins vegar er ekkert óvenjulegt við þann hátt sem hafður er á í dag.