Dagskrá fundarins

Föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 10:56:08 (6964)

2001-04-27 10:56:08# 126. lþ. 114.93 fundur 494#B dagskrá fundarins# (um fundarstjórn), Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 126. lþ.

[10:56]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Sú umræða fer fram eftir kl. hálftvö. Fyrst verða atkvæðagreiðslur um málin sem voru á undan 12. dagskrármáli og síðan verður 12. dagskrármál tekið á dagskrá og forseti mun koma þeim skilaboðum til hæstv. dómsmrh. að óskað sé eftir viðveru hans við þá umræðu.

Forseti sér að hv. 6. þm. Reykn. er að fara úr salnum, biður hann að snúa við. Það virðist erfitt að stoppa hann þegar hann er kominn á skrið. --- Þarna kemur hv. þm. Forseti vill vegna fyrirspurnar hv. þm. áðan taka það fram að hann hefur sennilega ekki lesið dagskrána alveg rétt eða sér að þetta mál verður fyrr á dagskrá. Það verður fyrir hádegi. Þegar hafa borist boð frá hæstv. dómsmrh. að hann verði viðstaddur umræðuna.