Meðferð opinberra mála

Föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 13:37:49 (6999)

2001-04-27 13:37:49# 126. lþ. 114.1 fundur 367. mál: #A meðferð opinberra mála# (opinber rannsókn) frv. 27/2001, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 126. lþ.

[13:37]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég tel þessa lagabreytingu vera til bóta. Hún er til þess fallin að styrkja þrískiptingu valdsins gagnstætt því sem haldið hefur verið fram. Ríkissaksóknari getur lögum samkvæmt ákveðið að verða við beiðni um rannsókn á máli sem fyrnt er. Hann getur líka neitað að verða við slíkri beiðni um rannsókn sem snertir hugsanlega embætti hans sjálfs eða forvera hans. Ef álitamál er hvort brot hafi átt sér stað í opinberu starfi við rannsókn á máli, t.d. hjá embætti ríkissaksóknara, þá er mjög mikilvægt að tekin verði af öll tvímæli um óhlutdrægni embættisins með því að hafa málskotsrétt til þriðja aðila. Það er mjög mikilvægt að slíkt geti gengið fyrir sig á auðveldan hátt eins og gert er ráð fyrir í þessum lagabreytingum.