Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 10:56:10 (7090)

2001-05-02 10:56:10# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[10:56]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Kjölfestufjárfestar sem kunna að hafa áhuga á að ná í þennan 25--35% hlut í Símanum hljóta auðvitað fyrst og fremst að huga að því að þetta sé góð og vænleg fjárfesting. Út frá því sjónarhorni tel ég augljóst að símafyrirtæki, svo öflugt, bæði efnahagslega og tæknilega, með jafngott starfsfólk og öflugan búnað um allt land hljóti að vera mjög áhugavert fyrir kjölfestufjárfesta og ekki síst þar sem Íslendingar eru mjög áhugasamir um að nota síma.

Hvað varðar þriðju kynslóðina þá hefur allri þeirri tilveru á okkar hnetti seinkað þannig að ég geri ekki ráð fyrir því að á þessu þingi verði afgreidd lög sem heimili úthlutun á þriðju kynslóðinni.